Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 34

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 34
368 KIRKJURITIÐ Hof, en áður hafði Ditlev Thomsen falað Jiað, en ]>ar sem hann hauð of litið í jörðina, varð eigi af kaupunum. Litlu eftir að ég kom, byggði ég ÍTtskálahamar með mjög vœgu eftirgjaldi, Jiar sem landbúnaðarafurðir voru J>á í lágu verði, en er sá bóndi féll frá og ekkja hans tók við bús- forráðum, stóð eftirgjaldið áfram við sama, en er sonur Jjeirra fékk jörð- ina, gat ég hækkað eftirgjaldið, en J>ó mjög hóflega, og var hann hinn ánægðasti, enda lét ég hann sitja fyrir öðrum, er lék hugur á jörðinni. Ég gat nú lagt fyrir árlega af vöxtum og lagði J>ví 1 Jjús. kr. inn í Söfn- unarsjóð Islands, um sama leyti og ég lagði J>ar inn sömu upphæð fyrir Kambshólslegat. Ýmsir bændur fengu lán úr legatinu, fyrst lengi vel með 4% vöxtum, en síðan með 5%. Gjafasjóðir Jiessir eru hin mestu hlunn- indi fyrir sóknina. Sextándi prestur frá Hallgrími Péturssyni var ég, og mun ég Jiar fara fljótt yfir sögu. Vil aðeins geta J>ess, hvað ég gerði Jiar. Árið 1913 lét ég gera allmiklar endurbætur á ibúðarhúsinu, mála það, járnklæða norðurhlið og vesturgafl. Kostaði sú aðgerð full 1 ]>ús. kr. Einnig 1927. Loks setja miðstöð i húsið 2 érum áður en ég fór. Séra Jón Benediktsson taldi, að 200 hestburðir fengjust af túninu; lét ég síðan slétta og græða út, svo að af J>ví fengust fullir 400 hestar. Fjós endurbætti ég og stækk- aði fyrir 15 nautgripi. Stækkaði fénaðarhús og endurbætti, hvort tveggja undir járn{>aki. Vatnsleiðslu í bæ, fjós og fjárhús úr Hallgrimslind, 180 feta langa. Haughús og áburðargeymsluhús, votheystóft, fjölgaði kálgörðum, gerði vatnsveituskurði i engjar. Skiptu J>essar umbætur mörgum þús. króna. Ræsti fram nokkur hættuleg dý í landareigninni. Girðingu um túnið, girðingu fyrir ferðamannahesta, girðingu fyrir tamin hross, eða í Svínadal fyrir stóðhross, loks lét ég girða megnið af landareigninni. Skilaði þannig staðnum mun betri en ég tók við honum. Allar þessar endurbætur geiúi ég fyrir mina eigin peninga, án þess að fá styrk eða lán af opinberu fé. Að öðru leyti er ekki starf mitt að leggja dóm á starfsemi mína þau 32 ór, sem ég var prestur í Saurbæ. Einar Thorlacius.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.