Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 35

Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 35
Ilmurinn í kirkjunni. Erindi fintt í Akureyrarkirkju á n-skulyrtsfiimli. Ungu áheyrendur! Þegar ég fór að velta því fyrir mér, hvað ég ætti helzt að segja hér í kvöld, ])á kom mér í hug saga um atvik, sem gerðist i Noregi fyrir 794 árum. Maður er nefndur Einar Skúlason. Hann var Islendingur að ættemi, af hinni gáfuðu og skáldmæltu Mýramannaætt. Hún er kennd við Borg á Mýrum, og er ættfaðirinn sjálfur Skalla-Grímur. f þessari ætt voru lengi mörg og góð skáld, og má hér minna á andlega höfuðskörunga eins og Egil Skalla-Grimsson og Snorra Sturluson, þótt alllangt sé á milli þeirra. Einari Skúlasyni var heldur ekki úr ætt skotið um skáld- gáfuna, hann var bæði hraðkvæður, vandvirkur og andríkur í kveðskap sínum. Hann er talinn fæddur um 1090 og er látinn laust eftir 1160. Það má með réttu kalla hann höfuðskáld fslendinga á 12. öld og aðal- hirðskáldið. Hann var i Noregi á fyrri hluta 12. aldar og var þá með mörgum konungum og orti um þá, t. a. m. Sigurð Jórsalafara, Harald gilla, Magnús blinda o. fl. 1143 er hann talinn með prestum vestanlands á íslandi, svo að hann hefir verið lærður maður. Það má og sjá á kvæð- um hans mörgum, að hann hefir verið einlægur trúmaður, en langt frá því að geta kallazt kreddumaður eða ofstækismaður. Það sýnir m. a. saga um það, að hann kenndi í brjósti um mann, sem verið var að hýða fyrir að hafa neytt kjöts á föstudegi, — en frá kirkjunnar sjónarmiði var það hinn mesti sálarháski, — og kom Einar honum til hjálpar. Einar var allra manna vinsælastur og laðandi í dagfari sínu og blandaði sér lítt í deilur konunga, sem þá voru allmiklar í Noregi, en vildi vera vinur eins og allra. Þið kannizt öll við Ólaf konung Haraldsson, sem eftir dauða sinn var tekinn í dýrlingatölu og var aðaldýrlingur Norðmanna og jafnvel allra Noiðurlandabúa í kaþólskri tíð. Margar jarteiknasögur eru af honum látnum, og þótti hann gera mörg kraftaverk og góður til áheita. Var því mjög eðlilegt, að hann nyti almennrar hylli meðal alþýðu, eftir að hann var látinn, þótt ekki væri það að sama skapi að honum lifanda, enda var helgi hans mjög mikil og gróin í trúarvitund Norðurlandabúa á 24

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.