Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 36
370 KIRKJURITIÐ miðöldum. Skrín hans var geymt i dómkirkjunni í Niðarósi, og hvíldi á því hin mesta helgi. Mörg skáld urðu að vonum til þess að kveða honum lof, jafnvel mörgum hundruðum ára eftir dauða hans. En fyrsta skáldið, sem yrkir um dýrlinginn Ólaf helga, svo að að kveði, er Einar Skúlason. Árið 1153, árið eftir að erkibiskupsstóll var settur i Niðarósi, fyrir Noreg, Færeyjar, fsland og Grænland, yrkir Einar drápu mikla um Ólaf helga að undirlagi og hvötum Eysteins konungs Haralds- sonar, sem gert hafði Einar að stallara sínum og var í miklum kærleik- um við hann. Þetta kvæði er aðalkvæði Einars og er fyrirmynd helgi- kvæða þeirra, sem síðar eru ort. Hæst þeirra risa Harmsól, Liknarbraut, Sólarljóð og Lilja. Kvæðið er ekki um afrek og orrustur Ólafs konungs í lifanda lífi, heldur um teikn hans og vitranir, sem birzt höfðu ýmsum mönnum viðs vegar um lönd. Ólaf konung kallar Einar „geisla Guðs hallar", en „Guðs höll“ merkir hér himin, himinhvolfið. Eftir þessu er kvæðið nefnt „Geisli", þótt í upphafi héti „Ólafsdrápa". Þetta mikla kvæði flutti Einar siðan i Kristskirkju í Þrándheimi árið 1153. Þá varð þetta atvik, sem ég gat um í upphafi. Heimildir greina svo frá, að það hafi orðið „með miklum jartegnum, ok kom dýrligr ilmr í kirkjuna, ok þat segja menn, at þær áminningar urðu af konunginuni sjálfum at honum virðisk vel kvæðit". Þessi fallega saga um ilminn í kirkjunni hefir mér lengi liugstæð ver- ið. öllum góðum verkum og öllum góðum hugsunum fylgir jafnan ein- hver ilmur, einhver óskýranlegur andblær, sem leikur um sálina. Og þessi fallega saga datt mér óafvitandi í hug, þegar ég frétti um stofnun félags ykkar. Þið hafið hér bundizt samtökum um að efla hvert annað í þeirri viðleitni og fasta ásetningi að rækja heit ykkar um að reyna af fremsta megni að gera Krist að leiðtoga ykkar og förunaut é ævibraut- inni. Þið hafið bundizt samtökum um að efla hvert annað til að heita kristið fólk og vera kristið fólk. En þá mætti spyrja: „Hvað er kristindómur? Flverjir eru kristið fólk?“ Margir guðfræðingar á öllum öldum hafa spreytt sig á að svara fyrri spurningunni á fræðilegan hátt og komizt að ýmsum niðurstöðum. Ekki er þó um að villast, að kristindómur hlýtur að vera trúin á Guð almátt- ugan og son hans, Jesú Krist, trúin á kenningar Krists og trúin á fyrir- heit Krists. Þetta þrennt hefir mér jafnan skilizt að væri það, sem átt er við með kristindómi. Hitt fæ ég ekki skilið, fremur en Einar Skúlason, að kjötát eða ekki kjötát á föstudögum sé trúaratriði, sáluhjálparatriði. Þessi þrjú atriði kristindómsins finnst mér speglast í þremur setningum, sem hafðar eru eftir Jesú Kristi: „Elska skaltu Drottin, Guð þinn, af öllu

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.