Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 371 hjarta þínu, af allri sálu þinni og af öllum huga þinum og af öllum mætti þínum", „þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig", og „ég Hfi, og þér munuð lifa". 1 þessum þremur setningum er að minni hyggju að finna kjarna kristinnar lífsskoðunar og hyrningarsteina hennar þrjá: dýrkun guðdómsins, siðgæðisskoðun og trúna á lif eftir þetta lif vegna upprisu Krists. — Þetta er vitaskuld engin fræðileg skýrgreining á krist- inni trú, heldur aðeins hitt, hvernig hún hefir komið mér fyrir sjónir. En snúum okkur nú að seinni spurningunni: „Hverjir eru kristið fólk?" Hverju eigum við þá að svara? Okkur er sagt, að vestræn lönd byggi kristið fólk. Ef við værum ókunnugt aðkomufólk hér á jörðinni, mundum við segja: „Það var skemmtilegt að heyra. Það væri gaman að koma þangað og sjá, hvernig þeir lifa og búa hver að öðrum, sem átt hafa jafn-góðan, vitran og göfugan leiðtoga i nær tvær þúsundir ára. Þar hlýtur að vera hið mesta fyrirmyndarríki, sæla og hamingja í sam- búðinni." En hvernig er þar umhorfs? Þetta kristna fólk berst á tuttugu ára fresti í blóðugum styrjöldum og beitir allri orku sinni og öllu viti sínu til að finna mikilvirkustu tækin og hraðvirkustu aðferðirnar við að tortíma náunganum eða spilla hamingju hans og lifsgæfu. Þá spyrjum vér: Er þetta kristið fólk? Er þetta fólkið, sem gefið hefir verið boð- orðið: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig? Já, þetta verður að játa. Er þetta þá kirkjunnar sök, er þetta veikleiki kristninnar? Nei, því verður að neita. Það er hinn illi helmingur mannsins, ágirndin, hatrið, tómlætið um sannleikann, — í einu orði syndin, sem steypt hefir mann- kyninu í alla þessa ógæfu og hörmungar. Þetta hefir ekki orðið vegna kristninnar, heldur þrátt fyrir kristnina. Það er ekki kirkjunnar sök, heldur hefir það gerzt þrátt fyrir starf hermar í tvö þúsund ár. Menn- irnir eru ótrúlega breyskir, ótrúlega tornæmir af reynslunni og léttúðar- fullir um þann sannleika, að eins og menn sá, svo munu þeir og upp skera. Þeir vilja ekki sjá, þótt þeir þykist hafa opin augun. Eða ef til vill er hér að verki hinn ævagamli löstur, að „hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið illa, sem ég vil ekki, það geri ég". Það er því mikið fagnaðarefni, þegar ungt fólk binzt samtökum um að efla kristni sína, styðja hvert annað í baráttunni gegn syndinni, styrkja hvert annað í trúnni á Jesúm Krist. Það starf er göfugt, óeigin- gjarnt og gott, samboðið kristnum mönnum. Megi ykkur vel takast í viðleitni ykkar. Þá mun „geisli Guðs hallar" lýsa um sálir ykkar og dýrlegur ilmur koma í kirkjuna. Sverrir Pálsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.