Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 38
Trú og vísindi. Fyrir skömmu kom út bók á vegum Almenna Bókafélagsins að nafni „Til framandi hnatta", eftir Gísla Halldórsson verkfrasðing. Tvennt er það, sem einkennir þessa bók öðrum fremur af ritum, sem fjalla um eðlis- fræðileg vísindi, óvenju ljós og alþýðleg framsetning á hinum tor- skildu lögmálum eðlisfræðinnar og jafnframt einlæg og hiklaus trú á Guð sem höfund allrar tilveru. Bókin fjallar fyrst og fremst um þær stórstígu og hröðu framfarir, sem nú eiga sér stað á sviði hnattflugs og geimferða. Lýsing höfundar á þeim tækjum, sem nú eru notuð til hálofta- flugs og þeim eðlisfræðilegum lögmálum, sem taka verður tillit til í geimferðum, er eins og áður er sagt óvenju skýr og aðgengileg fyrir alþýðu manna. En það, sem ég vildi þakka höfundi sérstaklega fyrir, er túlkun hans á vi&horfum nútimavísindanna gagnvart trúarbrögðunum og tilvitnanir hans í orð merkustu vísindamanna og hugsuða nútímans í sambandi við guðstrúna. Því hefir allmikið verið haldið á lofti og er enn í dag, að trú og vís- indi geti tæplega komizt i náið samband hvort við annað vegna hins ólíka uppruna. Vér þekkjum öll hina harðsoðnu efnishyggju síðustu ald- ar, sem náði hámarki um aldamótin og er sennilega ein meginorsökin að hörmungum þeim, sem mennirnir hafa skapað sjálfum sér með styrjöldum og hatri það sem af er þessari öld. Hin kalda efnishyggja, trúleysi hennar á framhaldstilveru mannssálarinnar og hrokafullar kenn- ingar um alheiminn hafa vafalaust haft geigvænleg áhrif á alla Vestur- landamenn, vegna þess að þetta voru vísindin, og hver dirfðist að ve- fengja vísindin? Það var svo komið, að talið var fullvíst, að ekkert væri til nema efnið, allt annað væri autt og tómt rúm. Hið svokallaða líf væri aðeins stundarfyrirbrigði, smávægilegar efnaskiptingar, en i raun og veru stefndi allur alheimur að stöðnun og dauða. Þessar niðurstöður visindanna voru ekki glæsilegar fyrir þá, sem trúðu á annað líf, þær voru einnig vitaskuld algerlega í andstöðu við trú kristinna manna. Það var þess vegna eðlilegt, að nokkurt djúp myndaðist milli vísinda og trú- arbragða. Kirkjan reyndi að hamla á móti hinum nýju kenníngum og jafnvel breyta ýmsum trúarhugmyndum vorum til samræmis við ýmsar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.