Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 40

Kirkjuritið - 01.10.1958, Side 40
Fáein minningarorð. Jón Jónsson Maron lézt að heimili sínu á Bíldudal 2. janúar þ. á. Hann var fæddur 24. október 1883 að Halakoti á Álftanesi, sonur hjónanna Jóns Hallgrimssonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Á árinu 1901 flutt- ist hann með foreldrum sinum að Bakka í Ketildalahreppi. Þar kvæntist hann á ár- inu 1904 fyrri konu sinni, Margréti Gísla- dóttur. Eignuðust þau tvo syni: Jón Hall" grímsson og Guðbjart. Á árinu 1910 flytja þau hjónin með syni sina til Bíldudals, og áttu þar alltaf heima síðan. Á árinu 1915 misstu þau hjónin Guðbjart son sinn, en hann lézt á Bíldudal. 1 október 1918 niissti Maron Margréti konu sína. En i april 1922 lézt Jón Hallgrímsson sonur hans á heilsuhæli i Kaup- mannahöfn. 30. júní 1922 kvæntist Maron eftirlifandi konu sinni, Bjarn- friði Sigurðardóttur. Þau voru barnlaus, en tóku til sin Ingveldi Sigurðar- dóttur, sem þá var um fermingaraldur, og var hún hjá þeim nærri tvo tugi ára, eða þar til hún giftist Jóni G. Jónssyni hreppstjóra. Hefir Ing- veldur ætið búið í næsta nágrenni við fósturforeldra sína. Með Jóni J. Maron er fallinn i valinn einn hinna merkustu Bílddæl- inga, enda kom hann mikið við sögu staðarins um tugi ára. Frá 1943 og allt til dánardags var hann í sóknarnefnd og hafði alltaf á þeim tíma með fjárhald kirkjunnar að gera. Um líkt skeið var hann meðhjálpari í Bildudalskirkju. Á þeim tima, sem hann var í sóknamefnd, fóru fram stórkostlegar endurbætur á kirkjuhúsinu. Og þegar um var að ræða framkvæmdir i þágu kirkjunnar, var aldrei fjár vant hjá Maron. Margar dýrmætar, fagrar gjafir hárust kirkjunni frá heimili hans. Sýndi hann það oft í verki, hversu hann unni kirkju sinni og bar hag hennar fyrir brjósti. Samstarfið við hann á því sviði var frábært, ómetanlegt og ógleym- anlegt. — Jón J. Maron var traustur, hreinskilinn og drenglyndur. Hann var

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.