Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 41

Kirkjuritið - 01.10.1958, Page 41
KIRKJURITIÐ 375 einbeittur og skapfastur, hélt fast á skoðun sinni og var ])á stundum þungorður. En þegar málið var útrætt af hans hálfu, erfði hann ekki harða mótstöðu andstæðingsins, heldur var honum jafn hollráður og hjálpsamur og áður. En til hans þurftu margir að leita, enda var hann greiðvikinn og hjálpfús. Hann var starfsmaður mikill og ósérhlífinn, hvort sem hann vann fyrir sig sjálfan eða opinberan aðila. Hann var félagslyndur og oft gamansamur. Var oft kátt á hjalla, þar sem hann var með i hópnum. Og aldrei skorti umræðuefni, þar sem hann var nær- staddur. En það er líka gott að leita styrks hjá honum á erfiðleikastund- um. Hann var fús að miðla öðrum af sinni miklu lífsreynslu. Þá kom einmitt í ljós hin trausta trú hans, sem alltaf var honum hjálp í erfið- leikum. Með honum féll í valinn góður drengur, einn hinna dyggu, traustu leikmanna í þjónustu kirkjunnar. Blessuð sé minnnig hans. Jón Kr. Isfeld. Karl Á. Sigurgeirsson, Bjargi. — Minningaror'd. — Að aflokinni messugjörð á Staðarbakka 25. júní 1893 var haldinn almennur safn- aðarfundur. Sá fundur var í engu frá- brugðinn venjulegum fundum af því tagi. En þar var kosinn í fyrsta sinni ungur bóndi bæði safnaðarfulltrúi og sóknarnefnd- armaður, Karl Sigurgeirsson á Bjargi. Það var ekkert stundarfyrirbæri, að Karl gegndi þessum störfum fyrir kirkju sina og söfnuð, því að hann var í sóknarnefnd um 30 , ár og safnaðarfulltrúi tæp 60 ár. Karl var Þingeyingur að uppruna, fædd- ur i Svartárkoti í Bárðardal 2. okt. 1863, en fluttist í æsku með foreldrum sínum og mörgum systkinum vestur í Húnavatnssýslu. Sigurgeir faðir hans fór síðan vestur til Ameriku með börn sín öll nema Karl og eina dóttur. Þar tók hann sér ættamafnið Bardal, og er mikil ætt frá honum komin þar vestra. Um 1890 reisti Karl bú á hinni fornfrægu sögujörð, Bjargi. Batt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.