Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 42
376 KIRKJURITIÐ hann órofa tryggð við þann stað, enda lifði hann þar langa, viðburðaríka œvi, og þar andaðist hann 8. ágúst siðast liðinn. Tvíkvæntur var Karl. Fyrri konu sina, Margréti, missti hann eftir stutta samveru, ásamt fyrsta hami þeirra. Með síðari konu sinni, Ingi- björgu ■— systur Margrétar —- eignaðist hann mörg börn, en aðeins þrjú eru á lífi: Páll og Sigurgeir hændur á Bjargi og Margrét, búsett í Reykjavík. Þrjú mjög mannvænleg hörn í blóma lífsins misstu þau hjón, og var þeirra sárt saknað af ástvinum og öllum, er til þekktu. Ingihjörg andaðist 1937 og hafði þá aflokið miklu og erfiðu dagsverki. Á Bjargi var oft gestkvæmt, þótti öllum þar gott að koma. Var tíðum mikið um alls konar gleðskap, húsbóndinn gleðimaður mikill og hafði yndi af gestakomu og góðum félagsskap. I lífi Karls skiptust því á ljós og skuggar, hamingja og ýmsir erfiðleikar, er verða á vegi flestra, er lengi lifa, en hann var ætið hinn sami prúði og hógværi maður á hverju sem gekk. Hann reisti sitt hús á Bjargi, hans lífsgleði og lífsskoðun var einnig grundvölluð á bjargi. Eins og að framan greinir starfaði Karl óvenjulengi að málefnum kirkju og safnaðar. Hann sat flesta héraðsfundi til hins siðasta, enda safnaðarfulltrúi til dauðadags. I sóknarnefnd var hann áhugasamur um málefni safnaðarins og þó sérstaklega það, er við kom söngmálum, þvi að hann var söngelskur mjög og söngmaður góður, eins og margir hans ætt- menn. Á fyrstu árum sinum i sóknarnefnd gekkst hann fyrir þvi, að hafin voru samskot til að kaupa orgel í kirkjuna, sem var hið þarfasta verk. Var hann síðan ásamt konu sinni og börnum um mörg ár hinn ötuli áhugamaður með að halda uppi söng í sveitinni, bæði i kirkju og utan hennar. Hafa siðan niðjar hans á Bjargi haldið ákveðið áfram á sömu braut. Karl á Bjargi verður minnisstæður öllum, sem kynntust honum. Hann var glæsimenni, hafði fágaða og kurteisa framkomu, svo að af bar, var allra manna hæfastur til að vera þátttakandi í hvers konar mannfagn- aði, sakir sins glaða viðmóts og mörgu hæfileika. Við Miðfirðingar minnumst hins glaða yfirbragðs og hlýja handtaks. Við hefðum gjarnan viljað hafa átt þess kost að taka enn einu sinni i höndina á honum, þakka honum fyrir störfin í þágu kirkju og safn- aðar, og fyrir allar ógleymanlegar samverustundirnar, og þá um leið óska honum góðrar ferðar yfir landamærin og góðrar heimkomu í hin nýju heimkynni. Benedikt GuSmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.