Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 379 Fólag presta í hinu forna Ilólasliili <>0 ára. Hinn 8- júní 1898 var stofnað á Sauðárkróki Félag presta i Hólastifti hinu forna. For- göngumaður þess var séra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli. Að lokinni messu í hinni þá nýbyggðu, fögru Sauðárkrókskirkju, fór stofnun félags- ins fram í húsi séra Árna Bjömssonar. Voru stofnendur aðeins 16 úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Eyfirzkir og þingeyskir prestar kom- ust þá eigi vestur yfir heiði. Var því næsta ár haldinn á Akureyri eins konar framhalds-stofnfundur, þar sem margir voru mættir, þar á meðal séra Matthias Jochumsson. Snemma tók svo séra Zóphonias í Viðvík við stjórn félagsins og stjórnaði lengi, studdur af nágrannaprestum, t. d. séra Árna Björnssyni, séra Birni á Miklabæ o. fl. prestum. Nú á þessum 60 ára afmælisfundi voru prestar mættir hvaðanæva úr Norðlendingafjórðungi og einnig úr öðrum landsfjórðungum. Frá Reykja- vík var mættur formaður Prestafélags Islands, séra Jakob Jónsson, og auk annarra af Suðurlandi séra Sigurður Pálsson frá Hraungerði, formaður Prestafélags Suðurlands. Alls munu hafa mættir verið nær 50 prestar og um 20 prests-maddömur. Fundur hófst í Sauðárkrókskirkju um kl. 2 í Prestafélagi íslands. Þá í þessu félagi Norðurlands (Hólastiftis), sem að vísu er 20 árum eldra en hið fyrr nefnda, og er það út af fyrir sig allrar athygli vert. Kl. 5 voru fluttir 2 fyrirlestrar i kirkjunni, þar sem allir voru vel- komnir: Séra Sigurbjöm Einarsson prófessor (Biblian — trú — vísindi), Jón Hnefill Aðalsteinsson (Heimspekiskoðanir Kants). Kl. 8 um kveldið var svo almenn guðsþjónusta i kirkjunni. Þar flutti séra Gísli Kolbeins prédikun, en séra Sigurður Guðmundsson og séra Pctur Sigurgeirsson þjónuðu fyrir altari. í lok guðsþjónustunnar var altaris- ganga, þar sem rúmlega 60 manns gekk til altaris, aðallega prestar og konur þeirra. En söng og svörum stjómaði að venju hinn þekkti organ- isti og söngstjóri Eyþór Stefánsson. Sunnudaginn 10. ágúst hélt svo allur hinn prúði leiðangur og fleiri þó „heim til Hóla“. Þar var hátíðarguðsþjónusta. Sigurður prófastur Stefánsson flutti erindi um Prestafélag Hólastiftis. Séra Ingimar Ingi- marsson, Sauðanesi, prédikaði. Kirkjukór Sauðárkróks söng. Siðan var nokkurt hlé. Þá fluttu eftirtaldir menn stutt erindi um efn- ið: Hvað hefir kirkjan verið mér: Séra Magnús Guðmundsson, Ólafsvík, séra Þorleifur Kristmundsson, Kolfreyjustað, séra Kristján Róbertsson, Akureyri, og séra Friðrik Friðriksson, Reykjavik. Um kvöldið var hóf. Töluðu þar 6—8 menn og konur, auk formanns og veizlustjóra, séra Helga Konráðssonar. Var veizluhald þetta skólastjóra-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.