Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 46
380 KIRK JURITIÐ hjónum, frú Sigrúnu Ingólfsdóttur og Kristjáni Karlssyni, mjög til sóma. Og einnig matreiðslukonunni, frú Rósu Stefánsdóttur. J. Þ. B. llrnularholtskirkju lOO árn. Sunnudaginn 15. júni s. 1. var fjölmenni saman komið við Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, þar sem haldið var hátiðlegt aldarafmæli kirkjunnar. Biskupinn, herra Ásmundur Guðmundsson, prédikaði í kirkjunni, og þjónaði hann ásamt sr. Garðari Þorsteinssyni prófasti fyrir altari eftir prédikun. Sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli, talaði og í kirkjunni. Þar rakti hann i stuttu máli sögu Brautarholtskirkju og gat þeirra presta, sem þjónað hafa við hana siðastliðna öld. Nýstofnaður kirkjukór undir stjórn Gísla Jóns- sonar í Arnarholti annaðist söng við þessa hátíðlegu athöfn. Eftir messu bauð sóknarnefnd kirkjugestum til kaffidrykkju að Klé- bergi. Voru þar rausnarlegar veitingar fram reiddar, mikið sungið og margar ræður fluttar, en hófinu tsýrði formaður sóknarnefndar, Ólafur Bjarnason í Brautarholti. Ekki er fullkunnugt um, hvenær Brautarholtskirkja hefir verið vigð. Af heimildum sést þó, að hún hefir verið fullgjörð á ofanverðu ári 1857 eða öndverðu ári 1858. Kirkjunni hefir ekki verið breytt verulega síðan, en mun jafnan hafa verið vel við haldið. Kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvaldsson, er skömmu seinna fluttist að Bakka á Kjalarnesi, en þar búa nú sonarsonarsynir hans. Eyjólfur smið- aði 4 kirkjur, og standa Þingvallakirkja og Úlfljótsvatnskirkja enn, auk Brautarholtskirkju. Fyrstur þjónaði við nýju kirkjuna séra Helgi Hálfdanarson, siðar presta- skólakennari. Auk hans hafa 10 prestar þjónað við kirkjuna lengri eða skemmri tíma. Má þar til nefna skáldmæringinn séra Matthias Jochums- son, sem vígðist til Kjalarnessþinga vorið 1867 og þjónaði þar til hausts 1873. Hann bjó sem kunnugt er að Móum. Séra Hálfdan Helgason pró- fastur að Mosfelli, sonarsonur séra Helga, þjónaði við kirkjuna lengur en nokkur annar eða um 30 ára skeið. Sem fyrr segir, hefir kirkjunni ekki verið breytt í neinu verulegu, en viðhald verið gott. Nú seinustu misseri hefir gagngjörð endurbót far- ið fram. Steyptur hefir verið undir hana nýr grunnur og burðarviðir endurnýjaðir. Hún hefir verið máluð smekklega i hólf og gólf og ný rafhitun sett upp. Þá hefir hún verið klædd nýju jámi, svo að nokkuð sé nefnt. Girðing um grafreit hefir verið endurnýjuð og nýtt sáluhlið smíðað. öll þessi vinna er vönduð og vel af hendi leyst, enda er kirkjan traust og hlýlegt hús.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.