Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 48
382 KIRKJURITIÐ Við kirkjuvigsluna og fyrir hana bárust kirkjunni og söfnuðinum marg- ir góðir kirkjugripir: Biskupinn herra Ásmundur Guðmundsson gaf kirkj- unni Nýja-testamenti myndskreytt. Sóknarpresturinn séra Yngvi Þ. Árna- son Biblíu og sálmabók. Kvenfélagið Iðunn tvo ljósahjálma og marga vegglampa, allt hina prýðilegustu gripi. Einnig gaf kvenfélagið ferm- ingarkyrtla. Frú Guðbjörg Haraldsdóttir á Borðeyri gaf nýsaumaðan alt- arisdúk og frú Sigriður Ingólfsdóttir á Borðeyri flauelsklæðningu um altarið. Brandur Tómasson frá Kollsá, nú í Beykjavík, gaf verðmikla dregla á gólf kirkjunnar og kórgólfið. Guðjón Guðmundsson á Ljótunnar- stöðum, sem dáinn er fyrir nokkru, myndaði sjóð við kirkjuna til þess að kaupa fyrir tvo þriggja arma alsilfurkertastjaka á altarið. Ástvinir hans, prestshjónin á Prestsbakka og einn maður enn, bættu við þann sjóð. Og vigsludaginn lýstu stjakarnir í fyrsta sinni á altari kirkjunnar. Fyrir nokkru síðan mynduðu systurnar Jónína og Halla Pétursdætur á Kjörs- eyri orgelsjóð við Prestsbakkakirkju með 1000 kr. gjöf. Þeim sjóði eru stöðugt að bætast gjafir. Jafnvel vígsludaginn var munað eftir honum. — Fyrir allar þessar miklu gjafir og góðvild er skylt að færa hugheilar þakkir. Og er það hér með gert. — Lyngholti 18. júni 1957, Bjarni Þor- steinsson, formaður sóknarnefndar. Gjafir til kirkiiaima í Ilóliiiaprestakalli. í helgum fræðum segir, að Guð elski glaðan gjafara. Og vafalaust dettur fáum í hug að ve- fengja þennan sannleíka, Gjafmildin er í ætt við mannúðina og elskuna til hins fagra, góða og fullkomna. Og eins og maðurinn kemur fram eða birtist að einhverju leyti í orðum sínum og verkum, svo gerir hann einnig grein fyrir sjálfum sér í gjöfum sínum, enda er til máltækí, sem segir: „Hver er sínum gjöfum líkastur". Þetta kemur í hugann, er ég minnist þeirra góðu og fögru gjafa, sem kirkjunum í Hólmaprestakalli hafa verið gefnar nýlega. Á síðast liðnum sjómannadegi, 1. júní, var Eskifjarðarkirkju færð að gjöf Guðbrandarbiblía í skrautbandi. Og þetta gerðu þau hjónin Sigurður Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Eskifirði og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir, ásamt börnum sinum, Vilmundi Viðir og Björgu. Þessi indæla og dýrmæta gjöf er gefin til minningar um foreldra Sigurðar, Björgu Þorleifsdóttur og mann hennar Magnús Erlendsson, fyrrv. bónda á Eyri við Beyðarfjörð, og enn fremur til minningar um móðursystur Sigurðar, Maríu Þorleifsdóttur. — Sunnu- daginn 27. júlí s. 1. gáfust einnig kirkjunni á Búðareyri mjög fagrir mun- ir, kvöldmáltiðaráhöld úr silfri, vínkanna, 20 sérbikarar, patína og obl- átuker. Þessir munir munu vera með því fegursta sinnar tegundar hér-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.