Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 49
• KIRKJUMTTÐ 383 lendis. Gefandinn er Nils E. Nilsen, starfsmaður hjá Landssímanum í Reykjavik. Og frá hans hendi er þetta minningargjöf um foreldra hans, Kristínu og Nils Nilsen, sem bjuggu á Búðareyri um nokkurt skeið og hvíla í grafreit staðarins. — Ég vil enn fremur geta þess, að fyrir nokkr- um árum eignaðist Búðareyrarkirkja fagran skírnarfont úr eik með silf- urskál, og er hann skorinn út af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara, Þessi myndarlega og góða gjöf er til minningar um Gunnar Bóasson, fyrrv. bónda á Stuðlum í Reyðarfirði, og gefinn af börnum hans. — Ég vil af kirknanna hálfu þakka hjartanlega hinar áminnztu ágætu og fögru gjafir. Þær bera ekki aðeins vott um Ljómandi ræktarsemi við liðna ástvini, heldur og um mikinn hlýhug í garð kirkjunnar. — Þ. J. Með eigin höndum. Föstudaginn 3. október var opnuð sýning með þessu nafni í Listamannaskálanum i Reykjavik. Er hún á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Við opnun sýningarirmar rakti höfuð-hvata- maður hennar, séra Bragi Friðriksson, tilefnið og tilganginn með nokkr- um orðum. Unglingar hafa að mestu sett upp sýningu þessa undir hand- leiðslu sér fróðari og reyndari manna, einkum félags húsgagnaarkitekta. Af þeirra hálfu talaði Sveinn Kjarval og lýsti sýningunni. Loks mælti borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, nokkur orð og opnaði sýninguna. Fjöldi gesta var viðstaddur. Sýning þessi er mjög eftirtektarverð og mikið átak. Fjolbreytt, skemmtileg og gagnleg. Þar eru m. a. átta herbergi búin smekklegum húsgögnum, og ótal haglegra gerðra sýningarmuna. Séra Bragi á miklar þakkir skildar fyrir ötula og hugkvæma forustu í þessu sem öðru í æskulýðsmálunum. Svo og samverkamenn hans. Mót fermingarbarna fóru fram á Eiðum og Núpi í sumar, eins og til var ætlazt. Voru með sama sniði og mótin í vor og fóru ánægju- lega fram. Hinn almeniii kirkjulundur var haldinn í Reykjavík dagana 11.—13. október. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands þann 14. okt. Sagt verður nánar frá þeim síðar. eBLENDilR FRÉTTIR Píus páfi XII andaðist 9. okt. Verður hans minnzt í næsta hefti. Makaríosi erkibiskupi á Kýpur var boðið að vera við setningu enska kirkjuþingsins í Lambeth, ásamt fjölda annarra kirkjuhöfðingja víðs

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.