Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 50
384 KIRKJURITIÐ vegar úr löndum. Taldi dr. Fisher erkibiskup, að staða Makaríosar, en ekki pólitískar skoðanir hans, ættu að ráða þvi, að honum væri boðið til fundarins. lirik Jensen Álaborgarbiskup lagði i vor hornstein að danskri sjómannakirkju og íélagsheimili í Lundúnum. Á lii»iiiiss\-ningunni í Briissel í Belgiu er sérstök kapella fyrir mótmælendur og kvað vera fjölsótt. Leid'tognr endurskírenda í Bandarikjunum og Kanada hafa gert sex ára áætlun um aukna sókn málefnum sínum til framgangs. Henni lýkur 1964, en þá er talið, að samtök endurskírenda þar vestra eigi 150 ára afmæli. Gunnar Hultgren biskup í Hárnösand hefir verið kosinn og skip- aður erkibiskup Svía. Stjórnendur píslarleikannn í Oberammergau hafa hafnað ginnandi tilboði um kvikmyndun þeirra. Töldu, að það mundí spilla helgi- blæ þeirra og áhrifum. í stjornnrskrú nýja Arababandalagsins er kveðið svo á, að i lönd- um þess riki algert trúfrelsi. Ekki er heldur gert ráð fyrir, að rikið styðji nein sérstök trúarbrögð. Þykir þetta merkilegt, þegar þess er gætt, að langmestur hluti ibúanna er Múhameðstrúar og kristnir menn hafa löng- um átt erfiða aðstöðu á þessu svæði, einkum i Egiptalandi. Hins vegar gætir áhrifa þeirra allmikið i Sýrlandí. Finnska sjóinamintrúboOio hefir reist nýja kirkju og samkomu- hús í Bermondsey i Lundúnum. KIItlt.lt IRITID Tímarit, gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elisabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík. Simi 14776. Pientsmiöjan Leiítui

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.