Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 20
14 IÍIRKJURITIÐ þessu máli ekki ráðið til lykta á fullnægjandi hátt, fyrr en lög- fest er þátttaka ríkissjóðs í kostnaði við kirkjubyggingar eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi, sem fylgir 3. máli Kirkju- þingsins. Tillagan var samþykkt af þinginu einróma. VI. Áskorun um aö stofnaö veröi til verölaunasamke'ppni um uppdrœtti aö sveitakirkjum, lögð fram af Ásmundi Guðmunds- syni. Kirkjuþingið beinir þeim tilmælum til kirkjustjórnarinnar, að hún láti í samráði við húsameistara ríkisins efna til verð- launasamkeppni um uppdrætti að sveitakirkjum, er samsvari sem bezt íslenzkum staðháttum. Nái sú samkeppni bæði til húss- ins og skreytingar utan og innan. Málinu var vísað til allsherjarnefndar, er skilaði svo hljóð- andi áliti: Nefndin hefir athugað málið á nokkrum fundum, og telur það mjög mikilsvert, en ekki nægilega undirbúið til sam- þykktar nú. Ber nefndin því fram svofellda rökstudda dagskrá: Þar eð málið, sem í sjálfu sér er mikilvægt, þykir ekki nógu vel undirbúið til afgreiðslu um sinn, vill nefndin beina því til herra biskupsins, að hann haldi áfram undirbúningi þess til næsta Kirkjuþings, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. VII. Áskorun um fjárveitingu til eflingar kristilegrar og kirkjulegrar starfsemi, frá biskupi: Kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar skorar á Alþingi að taka upp á fjárlög árlega fjárveitingu til eflingar kristilegrar og kirkjulegrar starfsemi á vegum þjóðkirkjunnar kr. 100.000. Greinargerð, er fylgdi, var svo hljóðandi: Það er brýn nauðsyn, að kirkjan hafi jafnan nokkurt fé hand- bært, er hún geti varið til eflingar kristni og kirkjulífs í land- inu. Má í því sambandi meðal annars nefna: 1. Fyrirlestra- og skólaheimsóknir. Æskilegt er, að kirkjan geti sent menn, einn eða fleiri, til fyrirlestrahalds um andleg mál, bæði í skóla landsins og til safnaðanna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.