Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 38
32 KIRKJUJRITIÐ Svo er hugsjón reglunnar. Hún er runnin frá mannást henn- ar. Hún þolir það ekki, að mennirnir verði áfengiseitrinu að bráð. Hún heldur mundlauginni á lofti yfir mannkyninu. En þrótturinn er ekki nógur enn til þess að bægja algerlega burt einhverjum ógurlegustu þjáningunum á jörðu. Þó mun reglan aldrei gefast upp og fyrir Guðs náð að lokum ná fullum sigri. Ég veit ekki, hvort þér hafið gefið nákvæmar gætur að sól- arlaginu þessa heiðskíru og fögru vetrardaga. Það er sem sólin renni sér upp Keilinn og niður af^ur, og hann stendur allur í geslaljóma líkt og eldfjall. Svona fer það. Fjallið, sem áður skyggði á sólina, endurvarpar nú ljósadýrð hennar. Er ekki þetta mynd hins fullkomna sigurs? Jafnvel það, sem örðugast var, verður líka til þess að auka hana. Þjóðkirkja íslands biður blessunar Góðtemplarareglunni um komandi ár og aldir og öllum börnum hennar, ungum og göml- um. Guð leiði hana á sigurbraut. Á.G. Prestur nokkur kom eitt sinn að sjúkrabeði. Sjúklingurinn bar sig aumlega yfir syndum sínum, og endurtók hvað eftir annað, að hann væri sá mesti stórsyndari, sem hugsazt gæti. „Það er þá satt, sem ég hefi heyrt um yður,“ sagði prestur. Þá reis sjúklingurinn upp í rúminu, og kom nokkuð annað hljóð í strokkinn. „Hvað hafið þér eiginlega heyrt um mig, herra prestur? Hver hefir nokkuð út á mig að setja?“ Og fylgdi síðan heil runa, þar sem maðurinn taldi upp alla sína verðleika, en óskaði öllum óvinum sínum norður og niður. Að lestrinum loknum mælti prestur: „Það voru hvorki óvinir yðar né neinir slefberar, sem sögðu mér, að þér væruð slæmur maður, heldur þér sjálfur rétt áðan. En nú er mér ijóst, að þér trúið því ekki.“ Klæðskeri nokkur í Wiirtemberg kom að máli við sóknarprest sinn og kvartaði yfir því, að í hinni almennu skriftabæn skyldi kveð- ið svona að orði: „Ég aumur syndari!" „Það er hægur vandi að ráða bót á því, maður minn,“ mælti prestur. „Þegar við hinir segjum: Eg aumur syndari!, skuluð þér bara segja: Ég hrokafulli skraddari!" Rabbí Moshe gaf mannræfli nokkrum sinn síðasta pening. Þegar lærisveinar hans fundu að því við hann, sagði hann: „Á ég að vera vandlátari en Guð, sem gaf mér peninginn?"

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.