Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 19

Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 19
KIRKJURITIÐ 113 hver fyrir annarri. Samkvæmt tilmælum ungversku fulltrú- anna var þeirri beiðni beint til allra þeirra stórvelda, sem kjarnorkuvopn eiga, að beita þeim ekki og bægja þannig frá þeirri tortíming, sem ella vofir yfir Norðurálfunni og allri jörðinni. Fulltrúi Orþódoxu kirkjunnar rússnesku að Nyborg Strand sagði svo meðal annars: „Vér vonum það, að sá tími komi, að vér tökum þátt í Al- kirkjuhreyfingunni. Rússneska kirkjan hefir jafnan þráð að vinna með öðrum þjóðum að varðveizlu friðarins. Um það bera ljóst vitni 27 utanlandsferðir Nikolai höfuðbiskups. Vér aðhyllumst að miklu leyti stefnu Alkirkjuráðsins, en erum þó ekki alltaf samþykkir því um leiðirnar að lausn vanda- málanna. Vér lítum svo á, að guðfræðilegra vandaspurninga eigi að gæta meir en verið hefir undanfarið í samstarfinu. Þess vegna höfum vér verið ofurlítið varir um oss. Þátttaka mín í Nýborgarþinginu er nýtt skref í þá átt, sem oss langar til að halda, og vér vonum, að sá tími komi áður en langt um líður, að vér gerumst meðlimir í Alkirkjuráðinu.“ Þessi afstaða rússneska fulltrúans hefir orðið mörgum gleði- efni. Skálholtshátíðin. Það var mér mikil gleði að sjá hina fögru bók: Skálholts- hátíðina 1956. Við það streymdu fram góðar og glaðar minn- ingar um heimsókn mína til íslands. Ég skil talsvert efni bók- arinnar, en langar til að skilja miklu meira. Það var ljómandi fallegt að senda okkur aðra eins bók. Berið ritstjóranum, séra Sveini Víkingi, sérstaka kveðju mína. Hans Qllgaard biskup. 8

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.