Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 5
Rœða Ásmundar Guðmundssonar til skáta og annarra æsku- manna, flutt í Dómkirkjunni á sumardaginn fyrsta 1959. Hver fœr aö stíga upp á fjall Drottins, hver fœr aö dveljast á hans helga stað? Sá, sem hefir óflekkaöar hendur og hreint hjarta. (Sálm. 24, 3—4a). Einhver fagnaðarríkustu orðin á tungu íslenzku þjóðarinnar öld af öld eru þau, sem hljóma í dag alls staðar með Islend- ingum: Gleðilegt sumar. Og þennan dag einan á árinu völdu kynslóð af kynslóð feðra okkar og mæðra til þess að gefa á gjafir. Þá skyldi helzt alla gleðja. Fagnaðartími var framundan eftir erfiði og raun vetrarins. Dagarnir eru orðnir langir og bjartir. Náttúran vaknar ung og fögur og lífið brosir í auga alls þess, er lífsanda dregur. Það fríkkar og fríkkar um loft og jörð og haf og fyllist vor- ilm og fuglasöng og sumarblæ. Greinarnar á trjánum eru orðn- ar mjúkar og taka að skjóta frjóöngum. Það eru vormerkin, eins og Jesús Kristur sagði. Græn nál nýgræðingsins tekur að gægjast fram í birtuna, og við fáum að fagna fyrstu útsprungnu blómunum. Þau flytja okkur kveðju frá kærleika Guðs og boða okkur fegurðina og hreinleikann. En fegursta vorið hér á jörð er æskulýðurinn. Ég horfi ekki aðeins á ykkur, skátana hér í kirkjunni, og skátana um land allt, sem hlýða guðsþjónustu á þessum degi, ég sé í anda allan æskulýð íslands eins og bæn til Guðs um batnandi þjóð. Ekk- ert hrífur mig eins og björt og leiftrandi augu ykkar. Ég þekki löngun ykkar til þess að vaxa og verða stór, verða að sönnum. góðum og þroskuðum mönnum. í þeirri merkingu viljið þið komast hátt. Þess vegna er eðlilegt, að spurningin sé borin fram:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.