Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 197 Umhverfis ykkur eru óteljandi hættur búnar æskunni og sak- leysinu. Gætið ykkar. Hlustið á rödd Guðs og samvizkunnar. Breytið ekki mót betri vitund. Það er hægara að falla en rísa upp aftur. Eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár oft breytist í æfilangt eymdarstrik, er iðrun oss vekur og tár. í bókinni „Aumastar allra“ segir frá ungri stúlku, sem and- varpar og grætur: Þegar ég var lítil og óhreinkaði kjólinn minn, þá tók mamma hann og þvoði og sléttaði hann, svo að hann varð aftur hreinn og fallegur. En nú er líkami minn orð- inn flekkaður. Hvernig getur hann orðið hreinn á ný? Enginn ætlar sér að verða drykkjumaður. En hversu margir verða það gegn vilja sínum, og flest afbrot standa að einhverju leyti í sambandi við áfengisnautn. Höndin getur flekkazt af því alla æfi, er hún grípur vínglasið fyrsta sinni. Eitt ráð er bezt til þess að halda höndunum hreinum. Það er fornt, allt frá dögum hinnar fyrstu kristni og hljóðar svo: Minnst þú Jesú Krists. Daglega lifðu kristnir menn eftir því. Og postulinn skrifar: „Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó; þér hafið hann ekki nú fyrir augum, en trúið samt á hann.“ Svo er um marga enn í dag. Ég veit um ungling á leið inn í hús, sem ekki skyldi. Freist ingin var orðin honum um megn. Hann tók um handfangið til þess að opna útidyrahurðina. Allt í einu eldroðnaði hann, sleppti takinu og hraðaði sér burt. Af hverju? Af því að hann minnt- sit Jesú Krists. Ég heyrði einu sinni nemanda tala um kennara sinn. Hann sagði: Ég get ekki hugsað mér, að nokkur maður gjöri neitt Ijótt í návist hans. En hvað myndi þá í návist Jesú Krists? Hvílík vörn er minning hans, blessað nafn hans. Óflekkaðar hendur og hreint hjarta fylgjast að. Jesús segir einnig í Fjallræðunni: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Fullkomlega hreint hjarta hefir þó enginn maður átt nema hann einn. Þótt það verði á helgum stundum snortið tæru ljósi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.