Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 10
200 KIRKJURITIÐ Enn er ónefnt það, sem Jóni Þorkelssyni fórst raunar stór- mannlegast. Hann gaf allar eigur sínar eftir sinn dag átthög- um sínum og ættjörð í því skyni, að þær skyldu styðja að kristi- legu uppeldi og menningu fátækra barna í Kjalarnesþingi. Auk þess gaf hann allar bækur sínar, sem varðveitast skyldu í Njarð- víkurkirkju. Talið er, að gjöf Jóns rektors mundi nema um 6 miljónum króna nú á dögum. Saga sjóðsins er á ýmsan hátt raunaleg. Oftar en einu sinni hefir honum verið að mestu glat- að bæði sakir ranglátrar ráðsmennsku og fyrir verðfall pen- inganna. Samt er hann allmikill enn í dag, — var 1957 kr. 315.462,00. Aðeins örfá ár var hugmynd Jóns með sjóðstofnuninni bein- línis hrundið í framkvæmd, eða á starfsárum Hausastaðaskól- ans 1792—1812. Þessi skóli var ekki einungis merk nýjung og fyrirboði almennrar barnafræðslu, heldur stórmerk tilraun á sviði uppeldis og velferðarmála. Engum dylst, að Jón Þorkelsson var kristinn hugsjónamaöur, og það lýsir sér fyrst og fremst í tilgangi hans með arfleiðslu- skrá sinni. Hann „gefur og arfleiðir allar eigur sínar til guð- legra nota, og stofnunar til kristilegs uppeldis þeirra barna, sem örsnauðust eru og mest sárþurfandi í Kjalarnesþingi á ís- landi“. Þetta lýsti jafnt göfuglyndi gefandans og hrópandi nauð- syn þiggjendanna í þann tíð. Nú er öldin önnur. Komin er á almenn skólaskylda að boði og á vegum ríkisins. Og öreigar finnast varla í landinu eins og sakir standa, sem betur fer. Þess vegna er ekki þörf á að fylgja fyrirmælunum um starfsemi Thorkellíisjóðs í bókstaflegustu merkingu. Menn virðast því vera í nokkrum vafa um, hvernig með hann skuli farið. Og vel má vera, að sumar úthlutanir úr honum orki nokkurs tvímælis. Um slíkt má lengi deila. Mein- ing min hér er að koma á framfæri hugmynd minni um næsta verkefni sjóðsins, sem mér virðist vera í fullu samræmi við ætl- an og vilja gefandans, en jafnframt tekið tillit til þeirrar nauð- synjar, sem nú er fyrir hendi. Fyrst vil ég aðeins geta þess, að mér fyndist sanngjarnt og æskilegt, að Alþingi ákvæði að bæta sjóðnum að nokkru upp rýrnun hans sakir verðfellingar krónunnar síðustu áratugina. Þá vík ég að tillögu minni um næsta hlutverk hans. Vér höf- um óneitanlega fátæk börn hjá oss enn í dag, — ekki sízt í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.