Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 12
202 KIRKJURITIÐ yfirsjónir fyrri tíð'ar manna, með því að efla þennan mikla gjafasjóð og verja honum betur. Vér skulum vona, að tveggja alda minning hins brennandi hugsjónamanns og göfuglynda mannvinar leiði til þess. Betra er seint en aldrei. Og nú er líka mikil nauðsyn, sem kallar að. Það er lítilsvert að byggja upp leiði spámanna hjá því að láta hugsjónir þeirra rætast. Minning Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors verður ekki sannheiðruð né réttilega á lofti haldið, nema með nytsamri og fagurri framtíð, börnum og unglingum til bjargar og þroska. Hér er bent á leið til þess. Reynslan er ólýgnust. Margir tala um trúna, eins og hún væri aðeins huglæg, ímynd- un, óskadraumur. Henni fylgdi engin reynsla. En trúarreynsl- an er mikil og margs konar. Þess vegna verður trúin aldrei þöguð í hel, né kveðin niður. Mér þykir rétt að geyma hér tvo vitnisburði mætra manna. Þeir eru báðir teknir úr viðtölum, sem Morgunblaðið birtir nýlega eftir m. Sá fyrri er ummæli Haralds Böðvarssonar, hins landskunna athafnamanns og höfðingja á Akranesi, er hann varð sjötugur hinn 7. maí s. 1. Þessi eru orð hans: Þegar talað er um dugnað manna og frmkvæmdir, þá gætir oft mikils misskilnings í skoðunum manna. Okkur hefir að vísu verið gefið veganesti af ýmsu tagi, en það er undir sambandi okkar við æðri máttarvöld komið, hvernig úr rætist, og án þeirrar hjálpar erum við lítils megnugir. Sterkt bænasamband við Drottin er nauðsynlegast af öllu, ef vel á að fara. Þið bros- ið kannski, hélt hann áfram, en þetta var mér innrætt í æsku, og það verður ekki frá mér tekið. Við erum ekki eins miklir bógar og við viljum vera láta. Líf okkar fer algerlega eftir því, hve einlægir við erum í bænum okkar. Þegar ég hefi óttazt um bátana, þá hefi ég ekki þurft annað en biðjast fyrir af einlægni og auðmjúku hjarta, og þá hefir óttinn ætíð horfið. Ég hefi hvorki misst bát né mann. Það er mikil gæfa. Ég hefi alltaf haft það fyrir sið að biðja fyrir sjómönnum mínum á hverju kvöldi. Það sakar ekki. — Haraldur Böðvarsson er mikill gæfumaður sakir þess, hvað

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.