Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 14
204 KIRKJURITIÐ — Nei-nei, ekki vitund. Það verður nóg að starfa hinum megin. Og þá hitti ég sumar kindurnar mínar aftur. — Heldurðu, að þær þekki þig? — Já, ég held nú það, þær koma einhvehjar á móti mér. Vænzt þótti mér alltaf um Gránu, og ég veit hún kemur hlaup- andi til að borða úr lófa mínum. Ég á mynd af henni, sem á að setja í kistuna mína. Og þá skaltu sjá, hvort hún kemur ekki að vitja um tugguna, sem ég hefi lofað að færa henni í dálitlum poka.“ ... í sambandi við þetta síðast talda má minna á, að margir merkir menn, fyrr og síðar, eins og t. d. Grímur Thomsen, hafa vænzt þess að hitta vini sína meðal skepnanna handan grafar. Vér vitum ekkert um það, en hví getur það ekki verið hugsan- legt? — Loks er hér vert að geta greinar, sem kom í Lesbók Morgun- blaðsins 10. maí s. 1. og nefnist: Hinn hugséöi heimur. Ræðir þar um vitranir Guðmundar Becks Einarssonar á Seyðisfirði í draumi og vöku. Er reynsla hans ærið merkileg og sannar það, sem vér ættum öll að vita, að nú sjáum vér ekki meira en eins og það, sem vér greinum í ljósgeisla bifreiðarinnar, sem varp- ast á veginn, þegar vér ökum í myrkri. Annað er óséð enn og óþekkt, en eilífðin líka framundan til að kanna það. „Tómasarguös'pjaTU1. Árið 1946 fannst fornt handrit skammt frá borginni Luxor í Egiptalandi, sem gefið hefir verið þetta nafn. Var það í krukku í klettagröf, ásamt 44 koptneskum ritum, og er talið, að þau séu frá því á þriðju eða fjórðu öld e. Kr. Dr. Oscar Cullman guðfræðiprófessor við Sorbonneháskóla í París telur handrit þetta engu ómerkara en Dauðahafsritin, og muni það verða gefið út innan skamms. Raunar er hér ekki um neina frásögu að ræða af ævi Jesú, heldur einstök um- mæli, sem honum eru eignuð. Mörg þeirra eru samhljóða um- mælum í Samstofna guðspjöllunum. Cullman telur, að gnost- ískra áhrifa gæti í meðferð sumra ummælanna, en að þau séu samt mikilsverð til aukins skilnings á Kristi. Fleiri, sem mál- inu eru kunnugir, taka undir það.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.