Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 22
212 KIRKJURITIÐ Þyngstu björgum lyftir lífsins máttur, létt og hljótt, eins og barminn bœri andardráttur barns um nótt. Leifturblossi bjartur klýfur húm, blikna og hverfa sjónum timi og rúm. Af lífsins kveik er hinztu hulu svi'pt, heimsins sál í tœran bjarmann lyft. Friöur drottins fyllir alheimstóm, fagna jörö og himinn sœlum róm. Allífsfegurö yfir myrkrin rís, upp er runnin sól í Paradís. Kristur er upprisinn, ég sé nýjan himin og nýja jörö. Kristur er upprisinn, dýrö sé drottni og þúsundföld þakkargjörö. Kristur er upprisinn, konungur englanna, lifsins sól. Guö er kœrleikur! Guö er kœrleikur! Syngjum lof, hljómi lof fyrir Lambsins stól. Síðasta vers Svanasöngsins. Síðasta Hvítasunnudag að morgni orti séra Friðrik Friðriks- son eitt vers til viðbótar Svanasöngnum, sem birtur var eftir hann í Kirkjuritinu, eins og lesendur þess muna. Versið er á þessa leið: Þá mun ég hvílast við hjarta þíns niöinn, Heilaga Þrenning, í ljósinu þvísa, gleðjast við lifandi fögnuð og friðinn, Frelsarans miskunn um eilífðir prísa. Þá fyrst ég skilja mun andvörp Guðs anda, oft sem mig biðjandi leyst hafa úr vanda.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.