Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 24
214 KIRKJURITIÐ mann í Linnich í Þýzkalandi, eftir uppdráttum Gerðar Helga- dóttur listakonu. Er þessi gjöf ákaflega mikil að verðmætum. Nú er það svo, að kirkjan er að vísu vel fokheld. Hins vegar ber þess að geta, að fjárveitingin 1958 var lækkuð úr 2 milj. í 1.2 milj., svo eigi hefir verið hægt að vinna með eðlilegum hraða. Það er eftir að einangra hana og múrhúða, ennfremur að koma hitakerfi í hana. Á þessu ári er fjárveitingin 500 þús., sem er alls endis ófullnægjandi. Afleiðingin er sú, að ekki verð- ur fengizt við að koma byggingarverkum áleiðis. Það verður einungis fengizt við viðhald þeirra. Það er óhjákvæmilegt vegna almennings að ganga nú endan- lega frá hlaði og kirkjugarði. Til þess hefir verið nauðsynlegt að taka bráðabirgðalán, þar eð fyrirfram hafði verið nauðsyn- legt að ráðstafa um 450 þús. vegna skuldar og annarra skuld- bindinga. Kirkjan hefði engan veginn verið komin eins langt í byggingu eins og hún þó er, hefði eigi árin 1956 og 1957 verið byggt umfram f járveitingu fyrir ca. 1.5 milj. Bókfærður kostn- aður við kirkjuna er nú ca. 2.5 milj., en ætla má, að 1 milj. þurfi til að fullgera hana. Þar er ekki meðtalinn kostnaður við orgel hennar. Það kem- ur að gjöf frá dönskum aðilum og mun kosta 85 þús. d. kr. frá verksmiðju Frobeníusar. Gert er ráð fyrir, að það verði til- búið næsta vor. í fyrra var unnið yið kirkjuna fyrir ca. 210 þús. kr. Voru hinar nýju klukkur fjórar frá Norðurlöndum settar upp m. a., en eftir er að koma 2 klukkum upp, sem kirkjan átti fyrir, auk hinnar fornu, sem að ofan getur. Við húsið var unnið fyrir 97 þús. og var þá gengið endan- lega frá þaki þess, en staðið hafði lengi á gjaldeyrisyfirfærslu vegna þakjárnsins, sem er með sérstakri gerð, er ekki þarf að mála. Ennfremur er í þeirri upphæð rekstrar- og viðhalds- kostnaður. Þá var hafin lokalagfæring lóðar og endurreist hin fornu jarðgöng, hvorttveggja undir forsögn þjóðminjavarðar, en Jón H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt hafði séð um tillögur. Beinn bókfærður kostnaður við þessi verk var ca. 43 þús. Aðalefni hitaveitunnar var flutt austur og kostnaður við það rúm 9 þús. En hús bónda lagfært fyrir 6.5 þús. Vaxtakostnaður vegna skulda var 22 þús.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.