Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 25
KIKKJURITIÐ 215 Annar kostnaður, teikningar o.fl. var ca. 100 þús. kr. Til síðustu áramóta hafði veltan í þeim þáttum verksins, er ég geri grein fyrir gagnvart dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, orðið kr. 9.388.068,73, en fjármagn verið kr. 8.564.692,57. í þeirri upphæð er 356.517 kr. skuld, ræktunarsjóðslán nr. 7287 kr. 73.446,49, brunabætur kr. 32.800,00, seld hlaða o.fl. kr. 51.- 329,08, en greitt úr ríkissjóði kr. 8.050.600,00. Greiðslur úr ríkissjóði eru meiri en hér greinir, en þar sem þær koma ekki fram í því bókhaldi, sem ofangreindar niður- stöðutölur eru teknar úr, skal ekki gerð grein fyrir þeim, en þær nema ca. 145 þús. kr. Greiðslur þessar hefir ráðuneytið sjálft innt af hendi. Ein skuld er enn útistandandi og litlar líkur til að fáist greidd. Er hún eftirstöðvar af skuld hátíðarnefndar 1956 og að upp- hæð ca. 87 þús. kr. En hátíðin hefir að öðru leyti hleypt kostn- aðinum við ýmsa þætti fram um % milj. kr. Það er bersýnilegt, að til þess að ljúka verkinu muni þurfa 2.5 milj. kr. Hins vegar kostar hvert ár, sem dregst að ljúka því, ca. 150 þús. kr. umfram vegna viðhalds, rekstrar o. fl. Æskilegt væri því, að Alþingi, sem veitt hefir mjög rausnarlega fé til verksins, sjái sér fært að veita ríflega fjárhæð á fjár- lögum næsta árs. Einnig fer að verða aðkallandi, að embættis- bústaðurinn verði tekinn til annarrar notkunar en nú er. Magnús Már Lárusson. Þess bið ég þig, Drottinn, uppræt fátæktina úr hjarta mínu. Veit mér styrk til að bera bæði sorg og gleði. Veit mér styrk til að auðsýna kærleikann í verki. Veit mér styrk til þess að afneita aldrei hinum lítilsvirtu, og aldrei beygja hné mín fyrir ofbeldi né yfirlæti. Veit mér styrk til að hefja sál mína hátt yfir hégómlega smámuni hversdagsleikans. Og veit mér kraft til þess að gera þinn vilja af ástúð að mínum vilja. Tagore.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.