Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 34
224 KIRKJURITIÐ hans. Ég varð einnig eftirmaður hans í Seattle, en þar þjón- aði hann Hallgrímssöfnuði. í Vancouver stofnaði séra Runólfur nýjan söfnuð nokkrum árum eftir að hann hafði látið af störf- um. Til Vancouver hafa mjög margir íslendingar flutzt á síð- ari árum, bæði frá öðrum byggðum Ameríku og héðan að heiman. Séra Runólfur var rúmlega sjötugur, þegar hann vann kappsamlega að því að stofna íslenzkan, lúterskan söfnuð í Vancouver. Faðir minn tók við prestsþjónustu þar af honum árið 1945, og nú þjónar þar séra Eiríkur Brynjólfsson, áður prestur að Útskálum. Ekki bar síður af starf séra Runólfs í þágu menntamála. Hann var prófessor í íslenzku við Wesley College, Winnipeg, Mani- toba, frá 1910 til 1913, en þá stofnaði íslenzk-lúterska kirkjan í Ameríku skóla, sem kenndur var við séra Jón Bjarnason, og var séra Runólfur rektor þess skóla næstum samfleytt til 1940, en þá lagðist skólinn niður. Áhugi séra Runólfs fyrir íslenzkum málefnum sést meðal ann- ars af því, að hann var nokkur ár í framkvæmdanefnd Þjóð- ræknisfélagsins og forseti Fróns, sem er deild þess í Winnipeg. Hann var um margra ára skeið í framkvæmdanefnd íslenzka kirkjufélagsins og gaf út Sameininguna, og árið 1952 var hann kosinn heiðursfélagi kirkjufélagsins, en hann var elztur presta þess. Fyrir þrem árum veitti Gustavus Adolfus College honum nafnbót heiðursdoktors í viðurkenningarskyni fyrir fræði- mennsku hans. Það gleður mig að vera hér á íslandi, þegar hann kveður, og geta miðlað bræðrum hans hér af minningum og persónuleg- um kynnum af þessum framúrskarandi, kristna manni og kennimanni. Ég er þess fullviss, að margir hér á landi munu taka undir með mér og biðja Guð að blessa minningu hans og verk hans fyrir Guð og landið og biðja eftirlifandi konu hans og börnum blessunar og huggunar. Harald Sigmar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.