Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 36
Bœnarsálmur, Guödóms elsTcan unaösbjarta, ofan kom og gistu jörð! Breyttu mínu breyzka lijarta, blessa þína litlu hjörö. Jesú, ástvin alls, sem lifir, ást þín takmörk veit ei nein, líknararminn legg þú yfir lífsins sáru, djúyu mein. Send, ó, send þinn ástaranda öllum þeim, sem harmar þjá! Leystu meö oss lífsins vanda, lát þinn friö oss búa hjá. Frelsa oss frá sekt og syndum, sæl og frjáls þig lofi drótt, sem úr helgum himinlindum hefir öðlazt líf og þrótt. Lát þú yfir löndin skína Ijóma dýröar, Jesú minn! Fylltu krafti kirkju þína, kœrleiksmátt hún votti þinn. Þá mun, eins og englahjöröin, allt þér lúta, hlýöni tjá. Fagnandi þér frelsuð jöröin flytur dýröarlofsöng þá. Verk þitt fullgjör, vér svo megum vaka’ í trú aö starfi hér. Glöggt vér finnum, aö vér eigum aöeins sœluvon í þér. Frelsari, oss götu greiddu gegnum þrautir hér á jörö og frá dýrö til dýröar leiddu, Drottinn, þína trúu hjörö! (Með hliðsjón af enskum sálmi). Yald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.