Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 45
KIRKJURITID 235 mannlegur kjarkur og dugnaður getur afrekað og þótt fram- girni vor reki okkur áfram, frá hinu jarðbundna lífi frum- mannsins til hinnar flóknu tilveru ákveðinni af vísindum nútíð- arinnar, og þótt við hitum okkur við heitar uppsprettulindir eins og hér í Reykjavík og höfum vald yfir læknandi ljósgeisl- um og getum þotið í loftinu í flugvélum, og þótt það hafi verið fundin upp meðöl við fjölda af líkamlegum sjúkdómum, og þó að það, sem var undur í gær, sé hversdagslegt á morgun, og það, sem var munaður í dag, sé eftir nokkra daga alveg bráð- nauðsynlegt. En eitt er þó alveg víst, að ekkert er sambærilegt við þá von, sem við öll berum í brjósti um ódauðleikann, og að það er máske ekkert til, sem betur sameinar oss hinni andlegu veröld en einmitt fagur söngur.“ Þannig mælti Sigurður Birkis og enn fremur: „Þegar söngmenningin er byggð á sjálfri kirkjunni, þá er maður örugglega á réttri leið. Það hefir íslenzku þjóðinni ver- ið vel Ijóst, þess vegna leggur fólkið í dreifbýlinu á sig þessa ótrúlegu fyrirhöfn til að fegra og fullkomna kirkjusönginn. Fólkið elskar fyrst og fremst sína kirkju og það elskar að syngja söngva kirkjunnar.‘“ Að lokum sagði Sigurður Birkis: „Ég vildi óska, að maður gæti í framtíðinni kallað ísland, söng- og sögueyjan, með réttu. Að þjóðin yrði í sannleika syngj- andi þjóð, lofsyngjandi Guði sínum og skapara. Þá væri miklu marki náð, fyrirhöfn öll að fullu greidd og þjóðin enn mennt- aðri og siðfágaðri og líklegri en áður til að ná marki þeirrar fullkomnunar, sem er eða á að vera hugsjón og þrá alls mann- kyns. Soli Deo Gloria.“ Nýir kirkjukórar eru stofnaðir á íslandi jafnt og þétt, og er markmiðið það, að í hverri sókn og hverri kirkju verði kór. Þetta er hugsjón Sigurðar Birkis. Og þeir, sem hafa kynnzt brennandi áhuga hans á kirkjusöng á íslandi, efa ekki, að þessi mikla hugsjón hans verði að veruleika. Og það áður en langt um líður. Nú þegar er tala meðlima kirkjukóra alls yfir 4000. Þannig eru í kirkjukórum íslands hlutfallslega fleiri menn en í nokkuru hinna Norðurlandanna. Sú staðreynd talar skýrt sínu máli. [Á.G. þýddij.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.