Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 47
Iiinlenilar ÍitI I ii*. Nýir guðfrœöikandídatar. Hinn 30. f. m. urðu kandídatar i guð- fræði við Háskóla íslands, þeir Ingþór Indriðason og Skarphéðinn Pétursson. ÆskulýÖsblaÖið, jan.—marzhefti, er nýkomið út, mjög fjölbreytt að efni og með mörgum myndum. Höfuðgreinin er um Eric Liddell, skozka prestinn, sem varð Ólympíumeistari og kristniboði. Frú Rebekka Jónsdóttir andaðist 29. maí. Hún var dóttir Jóns al- þingismanns Sigurðssonar á Gautlöndum, f. 15. maí 1865. Giftist séra Guðmundi í Gufudal Guðmundssyni 1889. Glæsileg og gáfuð kona. Fyrir síöasta Alþingi var lagt frumvarp til laga um kirkjugarða. Var því með rökstuddri dagskrá vísað til sóknarnefnda og héraðs- funda. Skal svo ríkisstjórnin að fengnu áliti þeirra búa málið á ný í hendur þingsins. Séra SigurÖur Norland lauk í vor B.A.-prófi í grísku. Hlaut hann hæstu I. einkunn, 14 stig. Kvöldvaka BrœÖralags. Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, hafði kvöldvöku í rikisútvarpinu á Hvitasunnudag. Þótti hún takast með ágætum. Dr. Franklin Fry, forseti Lúterska heimssambandsins, er væntan- legur til Islands um miðjan júní og mun verða viðstaddur biskups- vígsluna. Sjómannastofa á Raufarhöfn var rekin um síldveiðitímann á síð- astliðnu sumri, og veitti henni forstöðu Sigurvin Elíasson guðfræði- kandidat, sem nú er prestur í Flatey. Umsjón með starfinu hafði héraðsprófastur séra Páll Þorleifsson á Skinnastað. Reikningur yfir tekjur og gjöld sjómannastofu á Raufarliöfn 1959. Tekjur: Gjöld: Kr. Kr- Styrkur úr ríkissjóði . . . 8000.00 Leiga eftir herbergi .... 1000.00 — frá Stórstúku Islands 3000.00 Símakostnaður ............... 49.00 Pramlög saltenda ....... 4500.00 Ferðakostn. Sigurvins El- íassonar ............. 1100.00 Kaup sama .............. 8700.00 Rekstrarkostnaður ....... 793.26 1 sjóði til næsta árs .... 3857.74 Kr. 15500.00 Kr. 15500.00 Biskup Islands. Reykjavik, 31. desember 1958, Ásmundur Guömundsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.