Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.06.1959, Qupperneq 10
Rœða fráfarandi biskups við biskupsvígslu séra Sigurbjarnar Einarssonar 21. júní 1959. Jerúsalem, sem í hœöum er, er frjáls, og liún er móðir vor. Gal. Jf, 26. Kirkja Krists er á hæðum. Það var þegar ljóst Páli postula. Kristur var á hæðum. Það- an kallaði hann Pál til fylgdar við sig, er ljós skein yfir hon- um sólu bjartara af himni. Og með Drottni þar var söfnuður hans, þeir er horfnir voru heim. Þangað horfði Páll og vildi, að svo gjörðu allir kristnir menn: Föðurland vort er á himni. En þó er kirkjan jafnframt jarðnesk að dómi Páls. Þar voru að starfi fylgjendur Krists, sem þráðu að vinna fyrir ríki hans á jörðu, að Guðs vilji mætti verða svo á jörðu sem á himni. Þannig er kirkjan í senn bæði himnesk og jarðnesk stofnun, sem hlið Heljar munu aldrei verða yfirsterkari. Vér sjáum að vísu aðeins hina jarðnesku líkamsaugum. Því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. Aðal kirkjunnar lýsir Páll í tveimur setningum: Hún er frjáls. Hún er móðir vor. Frelsiö og kœrleikurinn einkenna hana. Þessa er gott að minnast hvert sinn sem nýr biskup er vígð- ur í þjónustu kirkjunnar. Frelsi hefir löngum um aldirnar verið höfuðeinkenni á kirkju íslands. Kom það snemma fram hjá íslendingum, að þeir vildu trúa því og fylgja því, sem Heilagur Andi blési þeim í brjóst, að væri satt og rétt, og þráðu það eitt að leiðarstjörnu. En þeir hafa lítt hirt um það, að á þá væri lagt ánauðarok bókstafs og kennisetninga manna. Þeim hefir skilizt það, að Kristur vill ríkja yfir frjálsum mönnum, og þar sem andi hans er, þar er

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.