Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 16
254 KIRKJURITIÐ það skiptir öllu. Því að valdið er ekki vera hans, vizkan er ekki vera hans. Hvort tveggja það og allt annað, sem hann er, lýtur því, sem er innst og dýpst í barmi hans, og það er miskunn. Ef strengur hjarta þins stillist til samræmis við þann frumtón, þá ertu Guði líkur. Og að vera honum líkur þannig, það er að vera fullkominn — að þínu leyti, í þínum mæli: Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn. Þetta segir Jesús frá Nazaret. Hvað vissi hann um hörku heimsins, meinbugi lífsins, harðúð manna, grimmileg atvik? Meira en nokkur hinna. Hann vissi allt um það. En hann horfði sínum tæru aug- um gegnum það allt, upp í heiðan himin föður síns. Hann gekk út frá því sem allsendis óhagganlegri staðreynd, að valdið í tilverunni sé miskunn. Umsvifalaust rökstyður hann orð sin með einfaldri skírskotun til þeirrar stað- reyndar. Með þetta tæra blik í augum sér gekk hann veg sinn, ekki blindandi, hann sá allt, grimmdina, meiningar- leysið, kramið blóm, lemstraðan fugl, vanskapað barn, gleymdan fátækling, kvalinn sjúkling, lýttar, sýktar, af- skræmdar mannssálir — sá þetta, dýpra inn i það en nokkur hinna, fann til með því og undan því meira en nokkur hinna og barðist gegn því eins og enginn hinna. Hann mætti hatri, sætti smán, hlaut kross og dauða. Og blikið í augum hans dapraðist ekki. Hann sveittist blóði í helkaldri skelfingu, þegar hann skyldi tæma þann bikar í botn, sem geymdi beiskjuna í lífi heimsins. En einnig þar með himininn í augum sér: Verði þinn vilji, faðir, og sá vilji var fyrirgefning, miskunn — með krossinn að gjaldi. Þessi svipur, þessi heiða, sterka ásjóna skín gegnum allt, alla skugga, gegnum þyrnana, sem hún sjálf er krýnd, fram úr Golgatamyrkri sinnar eigin fórnar, rýfur þykkn- ið, sem hjúpar mannleg örlög og gátur böls og þrauta, eins og geislinn rýfur flókann. Þessi rödd með sínum barnslega tæra hljómi brýzt gegnum allt, gegnum ósam-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.