Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 19

Kirkjuritið - 01.06.1959, Síða 19
KIRKJURITIÐ 257 þar brestur mikið á hjá oss flestum. Og ekkert er eins miskunnarlaust og manneskjan getur verið. Ég veit um mann, sem þjáðist mjög vegna líkamlegs meins. Og hann hugsaði: Meira getur aldrei orðið á mig lagt af þessu tagi, það getur aldrei orðið kvalafyllra að deyja en þetta. En honum datt líka annað í hug: Þessi þjáning var þrátt fyrir allt léttbær hjá því, sem hann hafði fundið til hið innra með sér vegna framkomu tiltekinna manna. Það er ekki að sjá með augum Krists að neita, að myrkrið sé til. Það er hitt, að sjá hann gegnum allt myrkur, sjá hann við hvers manns hlið sem hvers manns bróður og talsmann. Vér mætumst á ýmsum vegamótum í lífinu, rekumst á, tökumst á og göngum sárir hverir undan öðrum. En hvar og hvernig, sem vér mætumst, þá er alltaf þriðji bróðir- inn í milli, sá eini hreini. Þegar ég vil koma höggi á þig eða þú á mig, þá er það hann, sem fyrir verður, það er tillit hans, sem mætir mér og þér í hverju mannlegu auga, spurning hans: Hvað geri ég þér, hvað gerir þú mér? Þyrnum krýnd ásjóna hans, sem þekkti ekki synd, en var gjörður að synd vor vegna, hans, sem krossinn ber, hans, sem er miskunn Guðs í fórn sinni og sigri fyrir tthna hönd og þína. Lofaður sé Jesús Kristur. Dýrð sé Guði. Friður, náð og miskunn Drottins vors Jesú Krists sé með oss öllum. Hefir þú nokkru sinni staðið i smiðju? Sástu hvernig smiðurinn helt járninu í eldinum? Það varð rauðara og rauðara þeim mun leng- ur sem það lá á aflinum, unz það sýndist eins og eldur brennandi. Járnið var í eldinum og eldurinn i járninu, en ekki var járnið eldur ne eldurinn járn. Þegar járnið var orðið rauðglóandi, gat smiðurinn gefið þyí hverja þá lögun, sem honum þóknaðist, og þó var það áfram •larn. Þannig er um persónuleika vorn og Drottinn; vér höldum hon- Um, þótt vér gefumst Kristi — verðum á valdi hans. Sadw Sundar Singh. 17

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.