Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 34

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 34
Séra Vilhjálmur Briem. F. 18. jan. 1869 — D. 1. júní 1959. Er vér minnumst séra Vilhjálms, geymum vér í huga vorum fagran kapítula úr sögu þjóðar vorrar. Þegar ég átti tal við hann, hugsaði ég um ættmótið og minntist hinna þjóðkunnu systkina hans. Vér vit- um um þá heill, sem fylgdi börnum Eggerts Gunnlaugssonar Briem sýslumanns og konu hans Ingibjarg- ar Eiríksdóttur sýslumanns Sverris- sonar. Það geymist merk saga um systkinin. Er ég nefni nöfn þeirra, hugsa ég um þetta tvennt, mannval og mannvit. Vér heilsum hugljúfum minningum, er vér nefnum nöfn systkina séra Vilhjálms, en þau eru: Séra Eiríkur, Gunnlaugur kaupmaður, Ólafur alþingismaður, Halldór bókavörður, Páll amtmaður, Sigurður sima- og póstmálastjóri, Eggert hæsta- réttardómari, Valgerður, er dó ung, Kristín fyrri kona Val- garðs Claessens, Elín Briem skólastýra, Sigríður kona Helga verzlunarstjóra, og nú ein eftirlifandi frú Jóhanna, ekkja séra Einars Pálssonar. Er hún 87 ára og var nú við útför bróður síns. í föðurgarði var þetta fyrir systkinunum brýnt: ,,Haf þú trú og góða samvizku“. Af þessu mótaðist ævistarf þeirra, að þeim var það í blóð borið að gjöra það, sem rétt er. Man ég, er ég flutti kveðjuorðin yfir Eggert Briem, bróður séra Vilhjálms, að ég dvaldi við þessi orð: „Eflið réttinn í borgarhliðunum“. Heill þjóðarinnar börnum, sem breyta í anda þessara orða: Lát réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk. Sr. Vilhjálmur Briem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.