Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 35

Kirkjuritið - 01.06.1959, Page 35
KIRKJURITIÐ 273 Gott er að minnast þeirra, sem hafa lifað og starfað í grand- varleik og varðveitt það, sem þeim var trúað fyrir. í flokki þeirra var séra Vilhjálmur. Langur dagur var að kveldi kom- inn. Séra Vilhjálmur gat sagt: „Drottinn hefir látið ferð mína heppnast.“ Ferðbúinn var hann og vissi, hvert ferðinni var heit- ið, og var hljóðnæmur fyrir þessu orði: „Að kveldi dags skuluð þér vita, að Drottinn kemur.“ En í kvöldhúminu er litið til hins liðna dags, og vér þökkum Guði fyrir dagsins stundir. Að Hjaltastöðum í Blönduhlíð var Kristjáni Vilhjálmi Briem fagnað af elskandi foreldrum, og fékk hann þar hið ágætasta uppeldi. Ungur hélt hann að heiman til náms og varð stúdent vorið 1890. Stúdentarnir voru þá 19 að tölu. Er nú einn þeirra á lífi, Arni Thorsteinsson tónskáld. Við ungan mann var sagt: „Treystu Drottni, vel þá fer.“ En þá skal það sannast, að það verður bor- ið traust til þeirra, sem fela Drottni vegu sína. Ég veiti því eftirtekt, að Vilhjálmur var stærðfræðikennari í 1- bekk Lærða skólans næsta vetur eftir stúdentspróf. Eru enn, að því er ég bezt veit, þrír á lífi af þeim, sem þá voru í 1. bekk, °g er ekki langt síðan ég heyrði séra Vilhjálm tala við læri- svein sinn, séra Magnús Þorsteinsson. Embættisprófi í guðfræði lauk séra Vilhjálmur 1892. Prests- starf tókst hann á hendur, er honum voru veittir Goðdalir. Vígð- ist hann 15. apríl 1894, og fáum dögum síðar var brúðkaups- hátíðin haldin, og nú er litið yfir 65 samvistarár. Hátíðinni var fagnað, og hátíðargieðin hefir aldrei horfið. 1 Goðdölum starfaði hann um 5 ára skeið. En þá sannaðist sem oftar, að mannanna börn bera fjársjóðina í brothættu keri. Daráttan var háð við sjúkdóminn, og erfið var raunin ungum ttianni að verða að hverfa frá prestsstarfinu. Fór hann til Dan- merkur til heilsubótar 1899. Ég sé, að það eru 60 ár frá því fundum okkar bar fyrst saman. En það var, er séra Vilhjálm- ur var gestur hjá séra Friðrik Friðrikssyni, sem þá var stúd- ent í Prestaskólanum. Man ég skemmtilegar samverustundir °g sá fegurð vináttunnar. Á níræðisafmæli séra Friðriks sá ég Þá faðmast, og á níræðisafmæli séra Vilhjálms stóð ég hjá þeim, er þeir föðmuðust, og auðvitað var séra Friðrik við útför vin- ar síns. Áftur tók séra Vilhjálmur við prestsembætti, er honum var 18

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.