Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 39

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 39
KIRKJUIUTIÐ 277 Jóhann Ingibjörgu ísaksdóttur verzlunarmanns á Eyrarbakka, Jónssonar, mikilhæfri konu og vel menntri. Bjó hún manni sínum fagurt og hlýlegt heimili, og samhent voru þau hjón Um háttprýði og gestrisni. Var það svo alla þeirra tíð á Melstað, að gestum, sem að garði komu, þótti hver stund góð, er á heimili þeirra var dvalið. Mun þessa lengi verða minnzt meðal sóknarbarna og f jölmargra annarra vina. Frú Ingibjörg lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna, en þau eru: Steindór skrifstofumaður í Reykjavík, Ólöf hjúkrunarkona í Danmörku, Kamilla ógift í Reykjavík og Sig- urður fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Séra Jóhann Briem var einn hinna kyrrlátu í landinu. Alla starfskrafta sína helgaði hann með einstakri alúð prestsstarf- inu og þeim menningarmálum, sem því eru skyldust. Prédikun orðsins og fræðsla ungmenna var honum heilagt alvörumál, sem hann rækti af einstakri alúð og skyldurækni. Og ekki var hin þögula prédikun hans, grandvör framkoma og samúð með kjör- um annarra, síður áhrifamikil. Aldrei hraut honum Ijótt né hvatvíslegt orð af vörum, en ljúflega glaður var hann í vina- hóp og aufúsugestur, hvar sem hann kom. Hann var söngfróður og söngstjóri ágætur. Um langt skeið stjórnaði hann söngkór við erfiðar aðstæður, en með þeim árangri, að framtíðargengi þeirrar fögru listar er þar í héraði vel borgið. Komu söngfélagar hans, ásamt mörgum öðrum sóknarbörnum, að norðan til þess að vera viðstaddir útför síns látna hirðis. Tóku þeir að sér að annast söng við útförina undir stjórn Ragnars söngstjóra Björnssonar frá Hvammstanga. Hinn 1. janúar 1952 var séra Jóhann sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Var hann vel að þeim heiðri kominn, en fjarri niun það hafa verið skapi hans að óska slíkrar viðurkenningar. h'egar séra Jóhann settist að í Reykjavík, gerðist hann strax félagi í Félagi fyrrverandi sóknarpresta. Sótti hann þar hvern fund, þegar heila leyfði, og er hans nú sárt saknað að félags- bræðrum. Þegar ég hugsa til séra Jóhanns Briem, nágrannaprests míns °g hugljúfs vinar um langt skeið, þá finn ég að framkoma hans °g ævistarf minnir mig á orð postulans: Ver þú fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinskilni. Jón Guðnason.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.