Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 45

Kirkjuritið - 01.06.1959, Side 45
Usekur. Árbók norsku kirkjunnar 1959 (8. árg.) er nýkomin út. Efni m. a.: t>et Hellige (J. Smidt biskop), Vita (Kaare Stöylen biskop), Et ár uv kirkens liv (Bjarne O. Weider), Katedral eller hverdagskirke (Prost Herman Laading og arkitekt M. N. A. Kjell Lund), Hva ven- ter vi av presten (Margrethe Parm fhv. fengselsdirektör og overlege B. K. Helland-Hansen), Kirkerne i de andre nordiske lande (Kr. A. Minds, Henrik Ivarsson, W. A. Schmidt, Gunnar Árnason). Fróðleg, fjölbreytt og góð bók. Dr. theol. Carl Fr. Wislöff: Jag vet p& hvem jeg tror. (Kortfattet kristelig troslære og sædelære.) Höfundur þessarar bókar kom hing- að til lands í vetur og hélt hér ræður og erindi. Hann hefir verið prestur og prestakennari og tekið mikinn þátt í kristilegum félags- málum. Bók þessi kemur nú í annarri útgáfu. Þetta er alþýðlegt íræðslurit um kristilega trú og siðfræði, ætluð jöfnum höndum al- menningi til fróðleiks og til kennslu í skólum. Hún er skipulega samin og ljóst rituð. Skipt í stutta kafla. Er hér um handhægt yfir- lit að ræða, sem mörgum getur verið gagnlegt. Höfundur er hálút- erskur í skoðunum sínum, en deila má um ýmsar niðurstöður hans, eins og gengur. Hitt er víst, að þörf er slíkrar bókar sem þessarar. Kristindómsþekking manna hefir farið hrakandi almennt talað. Það hefir að öðrum þræði leitt til margs konar misskilnings, en að hin- um til mikils kæruleysis á kristnum dómi. Gegn því þarf að auka sóknina, bæði í ræðu og riti. Gangleri. Tímarit Guðspekifélagsins, 23. árg. 1. h., hefir borizt rit- inu. Óneitanlega hófsamlega ritað og ekki ófróðlegt, þar sem stefna sú. sem það er helgað, sækir nú víða á og keppir að vissu leyti við kristna kirkju. Af greinum þessa heftis má nefna: Orsakalögmálið eftir Ramacharaka, þýtt af Eggert P. Briem. Dulræn fyrirbæri í sögu Guðspekifélagsins e. Sigvalda Hjálmarsson, og Sólkonungur Egypta- lands e. Gretar Fells. Allar þessar greinar eru fræðandi og hafa al- mennt gildi, án þess að mínum dómi að hagga nokkuð við kristnum dómi. Þvert á móti ætla ég, að hans vegur vaxi þeim mun meira í augum vorum, almennt talað, sem vér kynnumst meir öðrum trúar- brögðum, og er þó margt gott um þau að segja. Er því vel, að tekin hefir verið upp kennsla í samanburðartrúfræði við Háskólann og Þyrfti sú fræðsla að verða almennari. G. Á.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.