Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.06.1959, Blaðsíða 48
286 KIRKJURITIÐ talsins um gervallt landið. 51 kór naut söngkennslu á vegum Kirkju- kórasambands Islands í samtals 73 vikur, fjórtán organleikarar og organleikaraefni stunduðu nám í söngskóla þjóðkirkjunnar og ellefu sóttu námskeið á vegum Kirkjukórasambands Islands. Kennari nám- skeiðisins var Kjartan Jóhannesson. Sex kirkjukórasöngmót voru haldin á starfsárinu og 57 kirkjukórar sungu 80 sinnum opinberlega, auk söngs við allar kirkjulegar athafnir. Þá las féhirðir reikninga sambandsins og voru þeir einróma sam- þykktir, svo og f járhagsáætlun þessa árs. Mikill áhugi og einhugur ríkti á fundinum fyrir söngmálum þjóð- kirkjunnar og var söngmálastjóra, Sigurði Birkis, og stjórninni í heild, þakkað vel unnið starf á árinu. Stjórn Kirkjukórasambands Islands skipa: Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður; Jón Isleifsson, organleikari, ritari; séra Jón Þorvarðarson, prestur, gjaldkeri; Jónas Tómasson, tónskáld, Isafirði; Eyþór Stefánsson, tónskáld, Sauðár- króki; Bergþór Þorsteinsson, organisti, Reyðarfirði; Hanna Karls- dóttir, frú, Holti. Úveitt prestakall Æsustaðaprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi (Holtastaða-, Bólstaðarhlíðar-, Bergsstaða-, Auðkúlu- og Svínavatnssóknir). Heimatekjur: 1. Árgjald prestssetursins ................. kr. 200.00 2. Árgjald af íbúðarhúsi ..................... — 1710.00 3. Fyrningarsjóðsgjald ....................... — 300.00 4. Árgjald af útihúsum ....................... — 848.57 5. Endurbyggingarsjóðsgjald .................. — 60.00 Umsóknarfrestur til 15. ágúst. Reykjavík, 4. júlí 1959. Biskup Islands.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.