Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 3
Biskupsvígsla að Hólum. Sunnudaginn 30. ágúst var séra Sigurður Stefánsson prófastur vígður til vígslubiskups Hólabiskupsdæmis í dómkirkjunni að Hólum. Allur þorri norðlenzkra presta kom til vígslunnar og nokkrir af Suðurlandi og Vesturlandi. Varð kirkjan al- skipuð. Kl. 2 gengu andlegrar stéttar menn í skrúðgöngu til dómkirkjunnar, og var samhringt á meðan klukkum henn- ar* Voru prestar allir hempuklæddir, og þeir auk þess skrýddir rykkilínum, er þjóna skyldu fyrir altari, svo og vigsluvottar. Tveir ungir prestar fóru fyrir biskupunum sv« sem biskupsþjónar, gekk vígsluþegi næslur þeim, þá biskuparnir dr. Bjarni Jónsson og dr. Ásmundur Guð- mundsson og loks biskup fslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson. Bæn í kórdyrum flutti séra Sigurður Guðmundsson. Þá hófst sálmasöngur, og annaðist hann kór frá Akureyri undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Altarisþjónustu höfðu a hendi séra Björn Björnsson og séra Gunnar Gíslason. Að loknum sálminum: Víst ertu, Jesú, kóngur klár, sté sera Benjamín Kristjánsson í stólinn og lýsti vígslu, liafði hann að texta frásögnina um skirn Jesú. Hann las því Uaest æfiágrip vígsluþega. Þá var sungið versið: Lofið Guð, ó, lýðir, göfgið hann. A meðan gengu biskuparnir þrír fyrir altari og krupu við en vígsluþegi kraup við gráturnar. Siðan hóf biskup sIands vígslutón og flutti vigsluræðu sína út af textanum 22

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.