Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 6
340 KIRKJURITIÐ Móðir mín hefir án efa átt sinn hlut í þessum draumum, og hinar strjálu ferðir með henni, helzt á hátíðum, inn til dómkirkjunnar í Reykjavík, voru efsta mark þess, sem ég vissi í bernsku minni sælast og fegurst. Vetrartími undir handar- jaðri séra Friðriks Friðriks- sonar í K.F.U.M. hafði og sterk og varanleg áhrif á trú- arlíf mitt á barnaskólaárun- um, og andrúmsloftið í skól- anum sjálfum, mótað af Mor- ten Hansen og öðrum ágætis- mönnum. — Sú löngun móður minnar að styðja mig til skólalærdóms réð þar mestu um, að hún tók sig upp, haustið 1913, og hóf verzlun og veitingasölu í Reykjavík, en þá atvinnu stundaði hún síðan með góð- um árangri til æviloka (2. 3. 1949), eins og gamlir Reykvík- ingar kannast við. I fyrstu flutti ég með henni af bernskustöðvunum, en sakn- aði þeirra mjög, og varð það þá að ráði, að ég vistaðist þar til gamalla og góðra nágranna, Guðjóns útvegsbónda á Bjarna- stöðum og foreldra hans, Bjarna Grímssonar frá Nesjavöllum og Þorbjargar Jónsdóttur prests og skálds á Ólafsvöllum, Þorleifssonar. Var ég að vísu eftir sem áður undir verndarvæng móður minnar, en á þessu ágæta heimili naut ég umhyggju og atlætis sem í beztu foreldra- húsum í sex ár, og þar vandist ég flestum algengum störfum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.