Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 8
342 KIRKJURITIÐ Á þriðja námsári stofnuðum við bekkjarbræðurnir margir tímaritið „Strauma", en nutum þar reyndar fulltingis þriggja eldri guðfræðinga. Þótti þó ýmsum sem þar kenndi helzti mik- illar djörfungar um frávik frá fyrri trúmálaskoðunum, en fleiri sáu í þessari framtakssemi aðeins löngun ungra manna til að vinna eitthvert gagn kirkju sinni og þjóð, og sú held ég, að hafi verið ætlun okkar allra, hvernig sem það hefir tekizt. Á háskólaárum mínum var ég svo heppinn að komast í stúd- entaskiptum til Danmerkur, og dvaldist þá vetrartíma í Kaup- mannahöfn ásamt skólabróður mínum, Benjamín Kristjánssyni. Áttum við þar góða dvöl á miklu menningarsetri, heimili Áge Meyer-Benedictsen rithöfundar, og sóttum fyrirlestra og kennslustundir í háskólanum. Ég tel þenna námsvetur erlendis hafa orðið mér til mikils gagns, og stórum jók hann þekkingu mína í ýmsum hlutum. En betur vissi ég þá, eftir en áður, hve frábæra kennara ég átti heima, og gott þótti mér að hverfa til þeirra á ný. Þeir mótuðu mig langmest allra manna á þessum árum, og hver með sínum hætti. Ýmsir Danir urðu mér þó harla minnisstæðir. Auk húsbónda míns geymi ég t. d. mjög skýra mynd af Fuglsang-Damgaard Kaupmannahafnarbiskupi, sem þá var nýlega orðinn dósent við háskólann, og hinum mikla kennimanni og æskulýðsleiðtoga séra Olfert Ricard. Kynni mín af ýmsum dönskum prestum, þá og seinna, og heimilum þeirra, hafa og orðið mér dýrmæt. Ég tók embættispróf í guðfræði í febrúar 1928 og við fjórir saman. Er nú einn okkar horfinn úr hópnum, séra Helgi Kon- ráðsson prófastur á Sauðárkróki, og minnist ég hans með mikl- um trega á þessum tímamótum, hins trúa félaga og góða drengs. Einnig annars manns frá þessum tíma og lengi síðan, séra Hálfdans Helgasonar, prófasts á Mosfelli. Hann var um stutt skeið fyrsti guðfræðikennari minn og seinna sóknarprestur og óbrigðull vinur. í litlu kirkjunni hans í Brautarholti flutti ég mína fyrstu prédikun haustið 1927, og í hempunni hans vígð- ist ég 13. maí 1928. Ég hafði þá fengið veitingu fyrir Möðruvöllum í Hörgárdal, og þótti þar vel hafa rætzt æskudraumur minn og raunar ólík- lega. Að vísu hefði ég í fyrstu heldur kosið brauð syðra, eða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.