Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 10
344 KIRK JURITIÐ fleiri, bæði starfsbræður mína fyrr og síðar og aðra vini. Menn- irnir hafa verið mér svo undur góðir, og það hefir átt sinn rika þátt í að skapa alla þá lífshamingju, sem mér finnst, að ég hafi notið frá fyrstu bernsku og fram að þessum degi. En þar ræður miklu fyrst samferð móður minnar um langa æfi og síðan þeirrar konu, sem fylgdi mér út í lífið og starfið, og bjó mér heimili og börnum okkar. Það tel ég mína mestu gæfu. Kona mín er María Ágústsdóttir heilbrigðisfulltrúa í Reykja- vík, Jósefssonar, og er hann enn á lífi, umhyggjusamur faðir okkar beggja, þó að oftast skilji fjöll og fjarlægð. Við hjónin vorum bekkjarsystkin í Menntaskólanum og gift- umst 19. maí 1928. Við eigum fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. — Og nú lýkur þessu æfiágripi, sem ég hefi tekið saman eftir gamalli hefð, og skyldu, vegna vígslu minnar í dag til vígslubiskups í hinu forna Hólastifti. Með mikilli auðmýkt tekst ég á hendur þessa tignu stöðu, sem enginn veit betur en ég sjálfur, hve langt er um fram alla mína eigin verðleika. En það má einnig að vísu segja um svo margt annað, sem mér hefir fallið í skaut á lífsleiðinni. Ég gef Guði dýrðina. Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn hans lofað! Siguröur Stefánsson. Guð þarfnast engra lyga vorra. Þeim mun auðveldara mun sagn- fræðingunum reynast að sýna fram á guðlegan uppruna kirkjunnar og hve því fer víðs fjarri, að hún sé aðeins af eðlilegum og jarðnesk- um rótum runnin, sem hann dregur minni fjöður yfir allar þreng- ingar hennar á umliðnum öldum, hvort heldur sakir veikleika barna hennar — eða þjóna oft og einatt. Sé sagan rannsökuð með þessum hætti, færir hún sjálf ágætar og óhagganlegar sannanir fyrir sann- indum og helgi kristindómsins. — Leo XIII í bréfi til rómverskra kennimanna í Frakklandi 1899.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.