Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 11
Ávarp biskups í samsæti á Hólum að kvöldi vígsludags Sigurðar vígslu- biskups Stefánssonar. ,,Blessaður sé þessi dagur og verði hann tímadagur fyrir þjóð vora og kristni", sagði Þórhallur biskup Bjarnarson, þegar hann vígði Geir vígslubiskup fyrir um 50 árum. Ég vil nota þau fallegu orð til þess að segja hug minn á þess- ari stundu og tjá óskir mínar þér til handa, kæri, nývígði Hólabiskup, biskupsdæminu forna og kirkju vorri allri. Þess má kenna af þeim orðum manna, sem varðveitt eru frá þeim degi fyrir tæpri hálfri öld, þegar fyrsta biskupsvígslan fór fram hér í dómkirkjunni í nýjum sið, ef svo mætti að orði kveða, eða samkv. hinum nýju lögum um vígslubiskupa, að það þótti mikill viðburður og ánægjulegur. ,,Ég hefi alls staðar,“ segir herra Þórhallur, „rekið mig á svo ósvikinn fögnuð hér norðanlands yfir því, sem hér á að fara fram í dag. Það er areiðanlega annað og meira en forvitnin ein og augnagamanið, sem safnað hefir saman þessum afarmikla mannfjölda. Hjarta- slögin eru örari. Hlýr andvari leikur um vanga sem á blíðum vordegi. Og hingað hnígur í dag til vígsluathafnar þessarar, bæði frá viðstöddum og fjarstöddum, innilegur samfagnaðar- hugur, með óskum og vonum um vaxandi endurreisn þess, sem var, og Norðurland var svo illa og ómaklega svipt.“ Þannig fórust herra Þórhalli orð. Það má víða finna það af orðum hans og annarra frá þessum tíma, að það voru stólarnir fornu, virðingin fyrir þeim og ræktarsemin við þá, sem fyrst °g fremst kölluðu á þessa ráðstöfun, lögin um vígslubiskupa fyrir sitt hvort biskupsdæmið, og það þótti mörgum miklu mið- Ur> að skrefið var ekki stigið og þeim ekki ákveðið setur á stól- unum sjálfum. Þórhallur fór ekki dult með það. Hann segir: „Nú tel ég það langmest undir sjálfum Norðlendingum komið, hvort

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.