Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 12
346 KIRKJURITIÐ þessi nýgræddi vísir til viðreisnar biskupsstóli Norðurlands nær vexti og þroska. Beint vil ég segja, ... að fylgt hefi ég fram vígslu tveggja biskupa í landi hér, er bæru nafn hinna fornu stóla, með það fyrir augum, og í fullu trausti þess, að fátt mundi betur styrkja hina ytri skipun kristnihalds vors ... en einmitt það, að vér bættum brot vors aumasta og versta niður- lægingartíma, er stólarnir fornu voru lagðir niður.“ Vonirnar, sem herra Þórhallur og aðrir góðir menn bundu við þessa nýbreytni, vonirnar um það, að hún yrði fornhelgum höfuðstöðum kirkjunnar í landinu til vegsauka, hafa ekki rætzt á þessari hálfu öld, sem liðin er síðan, og skal ég ekki fjölyrða um það frekar, drep aðeins á þetta sem slíka aukagetu á þessu veizluborði, sem vér mættum gjarnan hafa með oss heim. En það veit ég, að hér hefir öllum þótt gott að vera í dag, og er svo jafnan, að það er gott að vera heima á Hólum. Það er gott að setja sig í lifandi nánd þeirra minninga, sem sagan hefir letrað hér í svörðinn: Þótt sporin mörg og flest séu máð, þá liggja þræðirnar út héðan, eins og æðakerfi frá hjarta- stað, út um allan þjóðarlíkamann í fortíð og nútíð, og vér, sem nú lifum, fáeinar frumur í þeim líkama, njótum næringar þaðan. Það er sennilega engin tilviljun, að biskupsstóll Norðlendinga var settur í Hjaltadal með þeim atvikum, sem til þess lágu, að hér í dalnum varð sá einn maður fundinn, Illugi prestur, er var fús til þess að rísa upp af föðurleifð sinni fyrir Guðs sakir og nauðsynja heilagrar kirkju. Það hallast ekkert á um það milli fjórðunganna sunnan og norðan, að bæði eru bisk- upssetrin fornu gefin kirkjunni af prestum, sem báðir gáfu föðurleifð sína. Það er vart tilviljun, að þessi kirkjulegi þegn- skapur varð fundinn einmitt hér í Hjaltadal. Kristnin skaut snemma rótum hér í dalnum. Hér bjó sá maður, sem varð fyrstur til þess íslenzkra höfðingja á kristniboðstímanum að reisa kirkju á bæ sínum. Slíkar einstakar og fáorðar upplýs- ingar heimildanna eru löngum vísbending um annað meira. Fordæmi bóndans í Ási og áhugi hans hefir örugglega haft sín áhrif. Og vel var Jóni biskupi Ögmundarsyni tekið hér, og um hans daga varð, eins og kunnugt er, öflug vakning í hér- aðinu og biskupsdæminu. Sú vakning hefir orðið furðu lang- dræg um áhrif í sumum efnum. Jón Ögmundarson hefir líklega

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.