Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 347 kennt þjóðinni allri að signa sig. Hann kenndi, segir í sögu hans, að þegar er maðurinn vaknaði, þá skyldi hann signa sig og segja svo trú sína almáttkum Guði og ganga svo síðan allan daginn vopnaður með marki heilags kross, því er hann merkti sig með þegar er hann vaknaði, en taka aldreigi svo mat eða svefn eða drykk, að maður signi sig eigi áður. Til skamms tíma hefir þessi helga háttsemi, alltjent sign- ingin að morgni og kvöldi, verið innrætt hverju barni hér- lendis, og e. t. v. búum vér að fyrstu gerð Jóns biskups um þetta, svo að segja megi, að þessi fyrsti Hólabiskup hafi stýrt hendi hvers barns í landi hér, þegar það signdi sig og gaf sig þannig Kristi. Vér áttum góða kennifeður, atkvæðamikla og áhrifaríka, sunnanlands líka í öndverðri kristni, en það er tæpast hending ein, hvernig frá þessu er skýrt í Jóns sögu. Og vér vitum með vissu, hvernig hann bjó um hnúta á öðru sviði: Vér nefnum vikudagana eins og hann kenndi þjóðinni að nefna þá, og veit ég ekki til þess, að nokkur þjóð önnur hafi þannig kristnað daga- nöfn sín. Þetta sýnir, hvað það var traust, sem hann byggði, blessaður Jón. Fyrsta bókin, sem ég eignaðist, er „Su Gamla Wijsna-Book“, „þrickt a Hoolum i Hjalltadal", „almúga folke til gagns“, eins og á titilblaði stendur. Þar stautaði ég fyrst þetta staðarnafn. Margur var sá, er sá þá bók fyrsta, og þá eina bók, sem var „þrykkt" hér á Hólum. Héðan bárust bækurnar til yztu út- kjálka, meira að segja allt suður í Meðalland, almúga fólki til gagns. Hingað að Hólum komu danskir herramennn, segja annálar, og afhentu hinum fyrsta biskupi í evangeliskum sið danska biblíu og „eftir kongsins befalningu skyldi hann hana meðtaka °g henni framfylgja". En Hólabiskup sá undi því ekki vel að hafa þá dönsku biblíu handa almúganum á íslandi, enda hafði biskupssonurinn frá Hólum, Oddur, þá þegar útlagt Nýja testamentið á sitt móður- mál á fjósapallinum í Skálholti og fengið það þrykkt í Dan- ^nörku. Og síðan settist sá maður hér að stóli, sem taldi vora tungu ekki þurfa brákað mál né bögur að þiggja. Hann afhenti þjóðinni íslenzka biblíu. Bókagerð hans var eitt mesta þrek- virki, sem íslenzkur maður hefir unnið. Vera má, að það hafi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.