Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 16
350 KIRKJURITIÐ Fyrir mig er það því ánægjulegra að flytja honum þessar einföldu kveðjur, sem ég hefi haft af honum mikil kynni og góð nú í hartnær 15 ár, og þau kynni hafa fært mér heim sanninn um það, hvílíkur ágætismaður hann er á alla grein. Að ýmsum hlutum höfum við átt samstarf heima í héraði okk- ar, Eyjafirði, og ég er stoltur af því að mega telja hann meðal vina minna. Norðlendingum öllum vildi ég geta flutt heillaóskir af þessu tilefni, og ekki hvað sízt yður, ágætum þjónum kirkjunnar, sem hér eruð saman komnir. Með engum hætti vil ég særa yfirlætisleysi hins nývígða bisk- ups með því að bera hann lofi, svo sem réttmætt væri og þeir vita gerzt, sem þekkja hann bezt. Ég vil einungis láta í ljós þá skoðun mína og sannfæringu, að hér hafi valizt í vandasamt virðingarstarf maður, sem kristinni kirkju er mikill ávinningur að til þess skyldi veljast. Taki þó enginn orð mín svo, að ekki séu margir ágætismenn aðrir meðal norðlenzkra presta. Svo er Guði fyrir að þakka, að meðal norðlenzkra þjóna kirkjunnar er mikið mannval. Hér að Hólum í Hjaltadal hefir gerzt mikil saga á liðnum öldum. Fer ekki hjá því, að slíkt sé ofarlega í huga, þegar vér erum hér stödd. Hér hefir verið biskupssetur lengstaf í kristn- um sið á íslandi, eða í hartnær 700 ár, og skóli var hér löngum. Mörg nöfn, sem skráð eru skýru letri á spjöld sögunnar, eru við þennan stað tengd. Hér var prentverk á þriðja hundrað ár og lengstaf þeim tíma hið eina, sem til var á landi hér. Hér var þannig uppspretta hins prentaða máls, sem dreift var um landið og olli aldahvörfum. Hinar fyrstu Biblíur þrjár, sem prentaðar voru hér á landi, þ. e. Guðbrandar, Þorláks og Steins, eru úr Hólaprenti. Ekki hæfir, að ég rif ji upp sögu Hólastaðar. Til þess er ekki tækifæri nú, enda aðrir betur til fallnir að segja þá sögu. En það er staðreynd, að það var örbyrgð landsins, sem því olli, að hér hélzt ekki biskupsstóll. Fólksfjöldinn í landinu var aðeins fáir tugir þúsunda og efna- hagur allur eftir því. En á þessu hefir orðið mikil breyting og góð. Ef svo heldur fram sem nú horfir, líða ekki mjög margir áratugir þar til íbúar lands vors verða nokkur hundruð þúsund. Þá mundi ekki geta talizt ofrausn þó að biskupsstólarnir fornu yrðu endurreistir. Það er spá mín, að svo muni verða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.