Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ 353 munu einsetumenn hafa hafzt við í hellum og á sillum drang- anna, menn, sem leituðu ef til vill afdreps undan ofsóknum eða fundu þarna ákjósanlegt hæli á heimsflótta sínum. En fyrir- mynd sjálfra klaustranna mun unnt að rekja til klaustursins á Aþosfjalli, sem vera mun víðfrægast og að mörgu ágætast allra klaustra í grísk-kaþólskum löndum. Þaðan komu líka þeir munk- arnir, sem varpa mestum ljóma á Meteoraklaustrin. Talið er, að um miðja 14. öld hafi fyrsta klaustrið verið fullreist á þeim drangnum, sem mestur er um sig og að öllu mikilfenglegastur, enda teygir hann sig þrjú hundruð fet frá jörðu mót himni. Hét sá munkur Aþanasíos, sem byggði klaustrið og kom skipun á það. Er það enn þann dag í dag óleyst gáta, hvernig hann og félagar hans komust upp á dranginn, og viðuðu síðan þangað að sér verkfærum og byggingarefnum eftir þörfum. En þarna uppi hafðist Aþanasíos við í 40 ár. Eina samgöngutæki bræðr- anna við jörðina mun hafa verið lítilfjörlegur kaðalstigi, er dinglaði svo að segja í lausu lofti, en vistir og aðrar brýnustu nauðsynjar löngum þá og síðar halaðar upp í netpoka með hand- aflinu einu. Gott var þarna óneitanlega til varnar og reyndi oft á það þegar frá leið, þótt munkarnir væru á stundum illa ginnt- ir og sviknir. En víst var þarna yfirleitt friður fyrir áleitni og látum veraldarinnar og hennar unaðssemda, og virtist næstum hægt að rétta hönd til himins. í aðra röndina hafa munkarnir samt að sjálfsögðu reynt þau sannindi, að: á jökla þá leggur hið harðasta hjarn, sem himninum teygja sig næst. Slík var helgi brautryðjandans Aþanasíosar í augum sam- tímans og eftirkomendanna, að öld síðar, þegar mynd hans var máluð á annan hliðarvegg kirkju þeirrar, er hann smíðaði á klettskollinum, ber hann ekki hinn svarta munkakufl, sem hann gekk í daglega, heldur er hann sýndur þarna ummyndaður í svo snjóhvítum klæðum, að eigi getur annan hvítari hér í heimi, að því er sagnir herma. Tignastur allra munka, sem fyrr og síðar hafa dvalizt á Stóra- Meteoron, var samt Jón Uros Serbakonungur, voldugur þjóð- höfðingi á sinni tíð, „einvaldi Grikkja, Serba og Albana“, svo sem titill hans hljóðaði. Bar hann konungsnafn og gegndi þjóðhöfð- lngjaskyldum til dauðadags og sté því niður af klettinum, þegar nauðsyn krafðist þess, að hann sæti ríkisráðsfundi. En hitt taldi 23

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.