Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 22
356 KIRKJURITIÐ hugsum um erfiði akuryrkjumannsins, þegar vér neytum hins daglega brauðs. En nú spyr ég og legg á það mikla áherzlu: Hver mundi geta gert sér í hugarlund, hver árangurinn væri, ef vér hefðum haft áhuga á og gefið oss tíma til að fara aðrar leiðir, leita annarra sanninda ? Hver getur sagt, hvaða þekkingu vér hefðum nú á djúpum mannssálarinnar, andlegum mætti og huldum heimi, ef öðru eins hefði verið kostað til, til þess að rannsaka þau mál og öðlast þann mátt? Hver rennir grun í, hvert vér þá — strax í dag — næðum eða sæjum? Stórskáld lét svo um mælt, að snilligáfa þess ætti aðeins þátt í ágæti verka þess að einum hundraðasta hluta, — hitt væri ástundan þess og erfiði. Þetta kemur víða Ijóst fram hjá andans mönnum, meðal annars hjá Einari Benediktssyni og Stephani G. Stephanssyni, enda óvíst, að önnur íslenzk skáld hafi ætlað sér meiri hlut né stefnt beinna að marki. Köllun Einars var svo sterk, að hann að eigin sögn brauzt frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin um hrapandi fell. Samt var það hans sárasti harmur, að hann slakaði oft um of á klónni og sveigði undan — var ekki nógu strangur við sjálfan sig, ekki nógu fórnfús til að spinna nema brot af því, sem hefði getað orðið úr honum, hefði hann kostað öllu til. Honum fannst hann ekki komast nema rétt upp í hlíðarnar. Þrátt fyrir sinn stóra hug laut hann oft að svo litlu: Við skrum og við skál, í skotsilfri bruðla eg hjarta míns auði. Og tregandi og iðrandi játaði hann: Synduga hönd, — þú varst sigrandi sterk, en sóaðir kröftum á smáu tökin. ... Og þótt Stephan G. gæti að vísu ósjaldan fagnað því að hafa aukið degi í æviþátt, aðrir þegar risu á fætur, fannst honum hörmulegt og óbætanlegt að hugsa um lífsönnina:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.