Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 28
362 KIRKJURITIÐ Hann hafði reynslu fyrir hinu forna spakmæli, er svo hljóðar: Per ardua ad astra. ... Það er brattgengt til stjarnanna. Hon- um fór að óa við því, þegar svo indælt virtist vera í hlíðarrót- unum. Svo fór, að hann sannaði það, að sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aldrei að vita, hvað hinum megin býr. Þegar á leið ævina, kom á daginn, að hans heitasta ósk var að fá gott að borða og mesta nautn að hreyfa hvorki hönd né fót til eins eða neins. Þannig getur farið um líf einstaklinga ... jafnvel heilla þjóða að vissu marki. Hugsum um þann, sem vér þekkjum úr eigin lífi að hefir mest sótt á brattann, og hinn, sem lengst hefir haldið undan brekkunni. Eða berum saman Kristsmynd Thorvaldsens og Samvizkubit eftir Einar Jónsson. ... Báðar segja mannlega sögu. ... Sú síðarnefnda hins lokkbjarta sveins, sem fór villur vegar og gafst upp: Eitt skipbrotslíf starir í sorgarsæinn, sökkvir augum í hjarta síns eymd. Þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd. ... Kvölin er að kalla ein eftir. ... En Kristsmyndin er mynd hins dýrasta sannleika, mesta máttar, og fegursta góðleika. ... Mynd þess, sem þrátt fyrir allt brauzt til stjarnanna. ... Sú þrá blundar í brjósti vor allra, og er að minni trú ákvörð- un lífs vors. Það þarf engan að undra, þótt það taki langan tíma, kosti mörg misstig og ótal vonbrigði. Fyrst það tekur um tuttugu ár að þroska líkamann, sem þó aðeins er sem tjald til einnar nætur, hlýtur sálarinnar að biða margt á vegferð eilífs lífs. En til að forðast hröpin sem mest, megum vér aldrei gleyma vegi og áttum ... né Guði. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.