Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 365 ur að vera kleift, ef vér höfum sjálfir hug á því, þ. e. þeir, sem með völdin fara. Ég vona, að stjórnmálamenn vorir sinni eitthvað þessu máli. Hugsi eitthvað líkt og foringi enskra jafnaðarmanna, Hugh Gaitskell, sem lýkur svo ávarpi sínu í ensku hefti, sem gefið er út í tilefni „flóttamannaársins": „Ástand flóttamannanna er blettur á vestrænni menningu. Einhver lét nýlega svo ummælt, að „útigangsmennirnir væru vofur eftirstríðsáranna“. En hinn heimilislausi flóttamaður er engin vofa. Hann er sannkallaður raunveruleiki. Það er okkar hlutur að hjálpa honum til að hefja nýtt líf. Ég vona, að bæði ríkisstjórnin og þjóðin öll bregðist skjótt og vel við þeirri mála- leitan að létta þennan mikla mannfélagsvanda.“ Vér mundum vaxa af því, íslendingar, að taka sem mest á með öðrum þjóðum í þessu máli. Hér má líka minna á tvenr.t að lokum, sem hvetur til slíkra átaka auk sjálfrar mannúðar- innar. Það er ekki unnt að bera því við, að efni skorti í heim- inum til að bjarga flóttafólkinu. Það þyrfti ekki nema lítið brot af árlegum vígbúnaðarkostnaði þjóðanna til að fæða, klæða og manna það. Og í öðru lagi eru flóttamannabúðirnar eins og sýklaveitur margs konar mannspillingar og uppreisna. Enginn veit, hvaða ógnir kunna af þeim að standa, ef ekki er í tíma gripið til læknisaðgerða. Vér skulum vona, að ráðamenn heims- málanna hafi svo opin augu, að það takist í tíma að afmá þenn- an smánarblett — lækna þetta opna sár. Merkisár í sögu Kalvinista. Þess er nú víða minnzt, að 400 ár eru liðin frá fæðingu ann- ars aðalforystumanns Mótmælenda og 450 ár síðan fyrsta kalv- mska samkundan kom saman. Jóhann Kalvín (Jean Cauvin) fæddist árið 1509, missti ungur moður sína og þótti snemma einrænn og kaldlyndur. Var korn- ungur ákvarðaður til prestsskapar og reyndist frábær náms- maður. Síðar óvingaðist með föður hans og kirkjustjórninni, °g að áeggjan hans hvarf Kalvin að laga- og fornmenntanámi. Við það kynntist hann Biblíunni og ritum ýmissa kirkjufeðra °S dróst æ meira að guðfræðinni. Jafnhliða varð hann fyrir ahrifum frá siðbótarmönnunum, sem þá voru að ryðja sér til lúms og 1533 sagði Kalvín skilið við kaþólskuna. Leiddi það til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.