Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 34
368 KIRKJURITIÐ Mál þetta varðar íslenzka kirkju. í Viðey var eitthvert fræg- asta, merkasta og auðugasta klaustur á íslandi. Þar er enn í dag merkileg kirkja. Vel gæti svo farið, að þar hæfist ný kirkju- sókn — meiri en nú tíðkast, því að ýmsir vilja gera sér það m. a. til tilbreytingar að fara í kirkju á þess háttar stöðum. Þótt það skipti að vísu ekki miklu máli, getur það samt orðið ögn til bóta. En sem sagt: Það er sannfæring mín, að það eigi fyrir Viðey að liggja að rísa úr rústum í líkri mynd og hér er drepið á. Og því fyrr því betra. Villa. Ég gríp oft í „Andvökur" Stephans G. Stephanssonar, enda eru þær óþrotleg gullnáma mannvits og orðsnilldar, sem al- kunnugt er. En vafalaust var Stephan enginn alvitringur og hélt það líka manna sízt sjálfur. Þess vegna gat honum eins og öðrum skeikað í skoðuninni á sjálfum sér. Því síður verður hjá því komizt, að skýrendur hans, eins og annarra skálda og spek- inga, lesi sínar skoðanir meira og minna í málið oft og einatt. Stephan segir í einu bréfi sínu og hefir þá vitanlega skáld- skap sinn fyrst og fremst í huga: „ ... hver kristinn maður sér, að ég er heiðingi og aþeisti" (Bréf og ritg. 1, bls. 217). Nú er hins vegar vitað, að Stephan G. var manna siðbeztur á marga grein; mannúðarmaður, sannleikselskur, hreinskiptinn og rétt- látur og þar fram eftir götunum. Af þessu hefi ég séð oftar en einu sinni dregna þá ályktun, að Stephan sé ein lifandi sönnun þess, að það sé falskenning, að náið samband sé á milli trúar og siðgæðis. Sannleikurinn á að vera sá, að trúlausir menn séu engu siðlausari en trúaðir, nema síður sé oft og einatt. Að mínum dómi er þetta bæði villutrú og falskenning, og Stephan G. ágætur vottur þess. Það getur meira en verið, að hann hafi ekki aðeins talið sig guðleysingja, m. a. af því, að hann vildi heldur telja trú sína of litla, heldur en of mikla. Hataði svo hræsnina. En hitt er augljóst og sannanlegt, að siðamat og siðaskoðanir skáldsins voru engin sjálfsköpun þess. Þær voru arfur Stephans frá kristn- inni. Þeirri kristni, sem hann kynntist strax í bernsku og var i meiri og minni líftengslum við alla ævina. Getur jafnvel hæsta tréð í stórskóginum verið svo hreykið, að það segi: Hverju

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.