Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 369 skiptir jarðvegurinn mig? Hvað hefi ég til hans sótt? Eða hefði það leyfi til að afneita sól og regni með þessum ummælum: Hvað hefi ég af þeim þegið? Eins og ég væri ekki eins og ég er án þeirra? Stephan játaði sem frægt er: Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni. Eins er víst, að bæði lífsbreytni og skáldskapur hans væn óskiljanlegt og hefði verið ógerlegt, ef hann hefið ekki verið uPpaIinn undir áhrifum kristinnar trúar, nákunnugur Biblíunni af eigin lestri og aðdáandi Jesú Krists fyrir mikla íhugun. Þetta er honum síður en svo til nokkurrar minnkunar, en það er hollt að hafa í huga, einkum þeim, sem þykjast vaxnir upp Ur trúnni almennt og jafnvel kristnum dómi sérstaklega, en vilja þó halda í fagurt siðgæði. Öfuguggaháttur. Ég las nýlega leiðar fréttir frá Svíþjóð. Þar kvað ganga sá faraldur víða um landið, að spellvirki og skemmdarverk eru Unnin í kirkjugörðum: legsteinum velt um koll og þeir brotnir. Hafa þannig m. a. verið eyðilögð söguleg minnismerki. Þetta er Umhugsunarvert á fleiri en einn veg. Sýnir í fyrsta lagi, hve sumir unglingar leita nú fáránlegra „skemmtana“, eins og hriinnið hefir við hér á Þingvöllum t. d. Og í öðru lagi leiðir það ekki síður hugann að því, hvert lendir, ef helgitilfinning er ekki vakin eða ef henni er útrýmt úr hugum manna. En því verður ekki neitað, að miklu minni rækt er lögð við það að Slæða hana og efla en áður var, af ýmsum ástæðum, sem ekki er unnt að nefna að þessu sinni. Nú er aðeins bent á, að hér sem oftar sannast, að þar sem uin góði gróður er vanhirtur, vex ósjaldan illgresi, sem illt er að ráða við. Gunnar Árnason. 24

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.